Saltkjöt og baunir... túkall!

Jiii.... ég hlakka svo til á eftir.  Ég og mín fjallafjölskylda erum að fara í mat til mömmu og pabba í saltkjöt og baunir.  Ég hef löngum verið matargat og elska svona gamaldags sveitamat...mmmm...
Mamma var svo yndisleg að bjóða okkur öllum systkinunum og fjölskyldum í mat í kvöld.  Það verða að vísu smá afföll því það eru ótrúleg veikindi alls staðar! Ég er að skríða upp úr lungnabólgu, ekki alveg orðin góð en ágæt samt. Viðar kom heim úr vinnunni í gær hundslappur og vaknaði svo í morgun með bullandi hita. Sigrún hans Magga er líka lasin svo við verðum án þeirra að slurpa í okkur baunasúpu a la mamma. Tounge

úfff... veit ekkert hvað ég á að segja meira....  Kannski spring ég í kvöld af saltkjötsáti svo ég bið að heilsa að sinni... læt vita af mér ef ég lifi af...

Hrafnhildur


Lungnabólga...

Ég svaf næstum ekkert í nótt... hóstaði og hóstaði... leið best ef ég sat uppi svo ég las heila bók í nótt, sofnaði loks um hálf-fjögur. Ég er orðin helaum í bringunni og niður í lungu svo ég ákvað að hringja og gá hvort ég fengi tíma hjá lækni... en eins og mig grunaði þá var fyrsti tími laus á þriðjud! dohh... ég verð dauð þá. En jæja, ég bað hana vinsamlegast að hringja í mig ef einhver tími losnaði. Viti menn... ég held að það hafi ekki verið liðnar 5 mínútur þegar hún hringdi og sagði að það hefði losnað kl. 9,20.  ég var mjög þakklát og skellti mér til doksa. Doksi var ung og klár kona sem var viss um að hún heyrði einhver hljóð í lungunum en sendi mig samt niður í Domus Medica í lungnamyndatöku, ég ætti svo að koma strax með niðurstöðurnar til hennar, sem ég og gerði. Jú,jú það var ekki um að villast... hún las einhverja latínu á blaðinu sem ég kom með og sagði mér að ég væri með lungnabólgu, því næst skrifaði hún lyfseðil og ég kvaddi. Ég fór í "Farmasíuna" á neðri hæðinni og náði mér í töflur sem eru varla fyrir fólk þær eru svo stórar! :)  Þetta tók alls 3 klukkutíma og nú sit ég hér, 10.000,- krónum fátækari, búin að brjóta töfluna og kyngja henni í hollum og drekk læknandi seiði "a la mamma"  Það er engiferrót í litlum bitum, safi úr hálfri sítrónu, ein skeið hunang og sjóðheitt vatn. Ég hrærði og hrærði lengi vel áður en ég lagði í fyrsta sopann... :)  En þetta er bara þrusugott á bragðið.

*hóst* Hrafnhildur


Spaug

Ég horfði á Spaugstofuna í gær og það var í fyrsta sinn í óralangan tíma. Atburðir vikunnar buðu upp á að þeir myndu brillera vinir okkar í spauginu.  Mér var hins vegar ekki skemmt. Ég er kannski vælukjói eins og Björn Ingi er talinn vera en mér fannst þetta alltof mikið af persónulegum leiðindum. Það eina sem ég fann eftir þáttinn var að ég vorkenndi mönnunum sem voru teknir fyrir (persónunum en ekki pólitíkusunum) og þá sérstaklega Birni Inga og Ólafi F. Mér fannst Spaugstofumenn fara offari "gríninu"   Ef eitthvað er einelti þá finnst mér þetta vera það.  Þótt þeir haldi úti þætti sem gerir út á að gera grín að fólki í fréttum þá finnst mér það ekki réttlæta svona. Ef þetta hefðu verið krakkar í skóla þá hefði þetta verið stórmál!

Ég varð bara að koma þessari skoðun minni á framfæri. Vona að fleiri séu á sama máli.


Køben, veikindi og fleira

Tíminn líður svo hratt að maður þarf að hanga í halanum á honum til að fylgja honum eftir!

Við fórum sem sagt til Kaupmannahafnar síðustu helgi með Múrbúðinni. Það var mjög gaman, fyrir utan að Ágúst greyið var hundlasinn alla ferðina. Var með hálsbólgu og kvef og smáhitavellu, ótrúlega þreytandi... fyrir hann sko.  En við gerðum nú samt allt sem við ætluðum okkur :)  Þegar við komum út þá uppgötvuðum við að veitingastaðurinn Reef'n'beef sem við vorum ákveðin í að fara á var bara beint á móti inngangnum á hótelið okkar, 10 skref yfir götuna!  Það var alveg geggjað. En við byrjuðum samt á því að rölta Strikið fram og til baka án þess að skoða í búðirnar. Skoðuðum bara mannlífið, veðrið var ágætt, svalt og smá úði en samt gott. Um kvöldið fórum við svo á Reef'n'beef og í forrétt höfðum við beðið um "sitt lítið af hverju smakk" þegar við pöntuðum borðið og fengum reyktan lax í einhverju grænu mauki, mmm hrikalega gott, hráan túnfisk, Emúa og krókódíl. Mér fannst hrikalega gaman að smakka þetta allt og fannst allt gott en það sem ég var hissa þegar ég sá að krókódíll er fiskur!!!  Hvítt kjöt með fiskibragði... ég hélt bara að hún væri að skrökva því ég var búin að ákveða að krókódíll væri rauður og blóðugur hehe.  Við fengum okkur kengúrusteik í aðalrétt og hún var alveg svakalega góð, þétt kjöt og fínt... ekki mikið bragð samt af kjötinu sjálfu en mjög gott. Ég fékk mér bara kaffi eftir matinn en sumir fengu sér "Death by Chocolate" sem var 7 tegunda súkkulaðieftirrétta smakk.  Það var ummað svo mikið yfir honum að það jaðraði við að vera dónaleg hljóð! Grin

Á laugardeginum fórum við í eina búð við Strikið. Það var H&M. Ég keypti mér 12 flíkur fyrir 15 þúsund kall. Svo keyptum við hettupeysur á krakkana. Við fórum líka í Fisketorvet og þar keypti ég mér tvennar buxur og eina tuniku. Þetta var sem sagt allt sem verslað var í DK. Ágúst fékk ekki einu sinni sokka! En það var hans val.  Um kvöldið var svo árshátíðin. Það var út að borða á FIAT sem er ítalskur veitingastaður við Nýhöfn. Í forrétt var hrátt kjöt, örþunnar sneiðar... man ekki hvað það heitir, í aðalrétt var nauta entrecote og kjötið var mjög gott en merkilegt hvernig það er serverað. Það var s.s. ein stór sneið af kjöti og svo haugur af spínati og hálf grilluð sítróna, engin sósa og engin kartafla eða neitt annað... furðulegt. Ég var heppin með kjötið en það voru það ekki allir. Í eftirrétt var svo ís með melónum sem voru litaðar í einhvern vegin fjólubláum lit... virkaði svipað og rauðrófur...  Þetta var sértakt.

Eftir matinn tvístraðist hópurinn svo. Árshátíð Múrbúðarinnar er nefnilega bara maturinn. Sumir fóru á karókíbar en við fórum á "The Scottish Pub" sem er bara við hliðina á hótelinu. Það var hrikalega gaman, dönsuðum og trölluðum til kl. 5 um morguninn!  Ég álpaðist til að þiggja nokkur Tequila skot sem ég hefði betur sleppt, hef ekki smakkað sterkt áfengi í 11 ár! Maginn var ekki alveg upp á sitt besta á sunnudeginum Shocking

Sunnudagurinn var svo frekar rólegur, rölt í nágrenninu og svo bara með rútu á flugvöllinn og svo heim.  Heima er best.

Á meðan við rölluðum í Kaupmannahöfn þá fóru börnin okkar á flakk líka.  Margrét fór til Vestmannaeyja á mót Nýrrar kynslóðar. Henni fannst það BARA geggjað.  Haukur fór með nemendaráði Borgó í sumarbústaðaferð og ég viðurkenni að ég var mest stressuð yfir því. Leiðindaveður, ungir krakkar á bílum og örugglega áfengi með í ferð. Ég var alveg hræðileg mamma og hringdi í hann á hálftíma fresti... þótt við værum í útlöndum Cool Þetta gekk samt allt saman mjög vel, enda traustur, ungur drengur sem ég á.   Viðar var á vaktaviku svo hann var bara að vinna báðar næturnar.  Ég sagði nú við Ágúst að þetta hlyti að vera merki um að við værum að eldast þegar við þyrftum ekki barnapíur og börnin okkar færu bara í ferðalög og sæu um sig sjálf þótt við værum eitthvað að flakka erlendis... ótrúlegt...

Ágúst lagðist svo alveg í bælið á þriðjud. og miðvikud. en ég lagðist í gærkvöldi. Það helltist yfir mig hiti og vesen og ég bara hundslöpp. Ojsen pojsen.
Núna langar mig svooo að fara á þorrablót því ég elska þorramat. Ætli það endi ekki bara með því að ég verði að kaupa mér eitt trog eða svo og torga því alein :)

En... nú er hún dóttlan mín búin að búa til fyrir mig Panodil hot drykk sem ég ætla að sulla í mig, skjáumst næst!

Hrafnhildur

 


Helgin

Hæ fólk...  ég vil bara minna ykkur á hvað mér þykir vænt um ykkur öll. :)

Við erum búin að eiga voða ljúfa helgi. Ágúst er að smíða kerru til að hengja aftan í bílinn og var allan laugardaginn hjá vini sínum í næstu götu að klambra þessu saman. Nú vantar bara að fá gorma eða nýjar fjaðrir á hana því þessar fjaðrir sem fyrir eru bera ekki mikið.

Ég var helling að vinna í heimasíðum... tveir leikskólar og svo ljósmyndasíðan okkar hafa setið lengi á hakanum.  Ég var sem sagt að setja fullt af "nýjum" myndum inn á www.ljosmyndir.tk  Nýjum innan gæsalappa því þær eru mest frá því í sumar og eru því ekki splunkunýteknar en nýjar á vefnum Tounge Ég ætla að reyna að vera duglegri að gera þetta jafnóðum frekar en að þurfa að gera þetta svona í skorpum.

Maggi bróðir átti afmæli í gær, 25 ára kallinn, til hamingju með það kæri bró Wizard Við tókum okkur saman, mamma og pabbi og við allar systurnar og gáfum honum 12 strengja gítar, sem var btw efst á óskalistanum :)  Hann varð auðvitað himinlifandi með það og spilaði fyrir okkur í partýinu sem við höfðum fyrir hann í dag. Það var svona Pot lock partý heima hjá ma og pa, allir komu með kökur með sér enda var NÓG að borða :) mmmm...

Ég er búin að ákveða að fara á Reef'n'beef staðinn í Köben og ætla að panta borð á eftir.  Hlakka geðveikt til. Nú ætlum við fjölskyldan að horfa saman á bíómynd, skjáumst næst!

Hrafnhildur


Rútína

Nú er allt að falla í rútínu á heimilinu eftir langt og gott frí, ég er fegin því. Það sem af er þessari viku hefur liðið ótrúlega hratt.  Haukur og Margrét byrjuðu bæði í skólanum í gær.  Margrét fékk mjög góða stundatöflu en Hauks tímar eru út um allt alla daga.  Honum er samt nokk sama því hann er núna kominn í stjórn nemendafélagsins og hefur alltaf nóg að gera í því þegar það eru eyður og ef hann er sáttur þá er ég sátt ;)

Þessa dagana er ég að velta mikið fyrir mér hvort ég eigi aftur að vera Alfaliði á Alfanámskeiðunum í Fíladelfíu og ég er alveg hrikalega óákveðin.  Annan daginn er ég ákveðin í að vera Alfaliði en hinn daginn ekki.  Við erum núna búin að vera samfellt á Alfa í eitt og hálft ár og það er svo margt alltaf um að vera í kirkjunni að maður verður óvart ótrúlega upptekinn alltaf. Það var líka verið að biðja Ágúst um að taka að sér ákveðið verkefni og það er alltaf á mánudagskvöldum, súpu og brauðkvöldin eru svo alltaf á miðvikudögum.  Ég er einhvern veginn hrædd um að verða of upptekin....  æ, ég er stórskrítin, ég veit... W00t

Eins og margir vita keypti Ágúst sér mótorhjól í haust...  nei, annars... Ágúst á svo ótrúlega góða konu sem gaf honum mótorhjól í fertugsafmælisgjöf (þetta hljómar miklu flottara svona :) og í framhaldi af því sótti hann um inngöngu í Trúboðana sem er kristilegur bifhjólaklúbbur.  Hann fékk inngöngu og er nú á fyrsta fundinum sínum þar, ótrúlega fyndið hvað hann var spenntur fyrir því hehe.  Ég var að spá í að fara niður í kirkju í kvöld því það er bænavika og í kvöld á að vera soaking,  ég bara fór með krökkunum í bæinn eftir vinnu til að klára að kaupa skólabækur og ég hreinlega nennti ekki að fara út aftur.  Ég er viss um að ég sé eftir því þegar ég heyri í Lilju á morgun... ohh... en það verður að hafa það.

Á föstudaginn í næstu viku förum við Ágúst til kóngsins Köbenhavn og svei mér ef ég er ekki bara farin að hlakka til strax.  Við verðum á hóteli á besta stað í bænum eða alveg við Rådhuspladsen sem heitir The Square hotel.  Ég ætla ekki að eyða neinum peningum í þessari ferð (sennilega vegna þess að þeir eru ekki til hehe) bara njóta þess að vera þarna og skoða mig um.  Kíki kannski á þennan veitingastað sem ég hef heyrt Erling og Erlu tala um... Reef´n beef minnir mig hann heiti, þarf að fá meiri upplýsingar um hann :) Við höfum ekki langan tíma í Köben samt, förum út á föstudagsmorgninum og komum heim á sunnudagskvöldinu.  Árshátíðin verður á laugardagskvöldinu svo þessi ástralski verður að vera á fös... Jiii... hlakka helling til Tounge

Það eru ótrúlega margir að fara til útlanda núna... yfirmaður minn fer í fyrramálið til Glasgow, ég fer í næstu viku til DK, Hafrún er að fara til Orlando og Rakel er að fara tvær eða þrjár ferðir núna í jan og feb... skemmtilegt :)

Já og jæja... nú er ég búin að kreista út úr mér eitthvað bull... (er að reyna að vera dugleg að blogga sko :)

Skjáumst næst!

Hrafnhildur


Ehemm...

Sælt veri fólkið og gleðilegt ár.

Ég veit eiginlega ekki hvaða stífla hefur verið í gangi... en vonandi er að losna um hana núna.Joyful
Við höfum haft það verulega gott yfir hátíðirnar eins og vonandi allir aðrir. Fyrstu jólin í nýja húsinu ( ef ennþá er hægt að tala um "nýja" húsið :) Það var mikil tilhlökkun að sækja jólaskrautið fyrir jólin og finna því staði hér og það gekk alveg rosa vel. Við fórum líka og keyptum okkur nýtt jólatré, 210 cm hátt! Við vorum með frekar lítið tré í Krókabyggðinni en við áttum alveg nógu mikið skraut til að setja á nýja tréð, eina sem þurfti að endurnýja var serían. Jólin sjálf voru yndisleg, að vísu þurftum við að flýta okkur svolítið því Viðar var að enda vaktaviku og þurfti að mæta í vinnu kl. 20:00 á aðfangadagskvöld, svekkjandi því það var þannig í fyrra líka. Hann opnaði sína pakka fyrstur og pakkarnir frá okkur í fjölskyldunni næst á eftir svo hann myndi nú ekki missa af neinu. Á jóladag fórum við í jólaboð til tengdó í lambalæri og með'ðí, mmm... rosagott og ekki spillti veðrið maður! Stórhríð og skemmtilegt! Ég er alveg að fíla svona veður þegar ég þarf ekki að ferðast eitthvað langt Grin Seinni partinn þann dag lögðust piltar heimilisins í bílskúrinn að laga vélsleðann því veðrið lofaði góðu fyrir notkun á honum. Þegar hann var tilbúinn keyrðu krakkarnir svo hring eftir hring eftir hring á túninu hér fyrir framan hús. Lilja kom með sína krakka og úr varð skemmtilegasta útivera.  Við fórum til mömmu og pabba á annan í jólum. Hangikjöt og allt tilheyrandi. Mamma er búin að fá sér nýtt borðstofuborð... (alveg eins og mitt) og það er hægt að stækka það rosalega mikið þannig að allir, u.þ.b. 21 manns gátu setið við borðið, rosaflott. Það var síðan spilað fram eftir degi eins og venjulega þennan dag, Bíóbrot, Monopoly, Trivial Persuit og einhver fleiri. Góðir dagar.

Á gamlársdag vorum við heima með mat, villigæs og tilheyrandi, en fórum til Rakelar og Sævars um áttaleytið og vorum þar fram yfir skaup. Þá hópuðust allir heim til mín því það er nóg pláss á túninu fyrir alla að skjóta sínum tertum og flugeldum. Mjög gaman. Við fórum að sofa um 2:30 sæl eftir góðan dag. Nýársdag notuðum við til að liggja í leti, dásamlegur dagur Smile Ég afrekaði það að mála mitt fyrsta málverk! Það var ekki stórt og ekki merkilegt, ég málaði fljúgandi kríu með bláan himin í bakgrunn og það tókst bara bærilega. Margrét málaði líka svakaflotta englamynd, hún var sko ekkert að mála sitt fyrsta duglega stelpan mín :)

Í gær var árlegt fjölskylduball í ættinni hans Ágústar, það var mikið um veikindi og því færra fólk en gert var ráð fyrir, því miður. Það væri rosalega gaman að gera eitthvað í þessa veru fyrir afkomendur Hrefnu ömmu og Magga afa. Erling og Erla byrjuðu með svona jólahitting þetta árið og ég hlakka til næsta ár því ég er veit að fleiri en ég vilja gera þetta að hefð fyrir þessa fjölskyldu. Eftir fjölskylduballið hittumst við stórfjölskyldan (tengdó og co) hér hjá okkur í hangikjötsveislu. Þá gat ég notað flotta borðstofuborðið mitt fyrir 20 manns :) Jón og Lena komu nefnilega alla leið frá Sauðárkróki til að vera með á fjölskylduballinu, geri aðrir betur! :)

Seint í gærkvöldi var okkur svo boðið að taka spil með vinafólki sem býr hér í næstu götu en ég var svo leiðinleg að nenna ekki út en Ágúst, Haukur og Margrét fóru og voru að spila með þeim Partýspilið til kl. 3 í nótt!  Þess vegna sit ég nú, eina sem er vöknuð á heimilinu, og pikka á bloggið :)

Nú er farin að koma hreyfing á fólkið mitt svo ég kveð að sinni. Vona að ég verði duglegri að blogga næstu daga. Takk fyrir innlitið hingað allir. Mér þykir vænt um það.

Hrafnhildur


Undarlegur heimur

Ég veit ekki hvort það er ég eða hvað...

Bloggheimurinn er skemmtilegt fyrirbæri en hann getur líka verið ótrúlega harður heimur. Það er búið að ganga svo fram af mér það sem fólk getur látið út úr sér í kommenta-rifrildum að ég á ekki orð bara. Nokkrir bloggarar voru að tala um bænagöngu og GayPride göngu og fordæmingarnar voru ótrúlegar... yfir 300 komment á einu blogginu þar sem fólk er nafngreint og dregið í svaðið og ákveðnum hópum att móti hverjum öðrum. Svo á móti eru margir að gera ótrúlega skemmtilega hluti. Kalli Tomm er t.d. orðinn frekar frægur á Moggabloggi því hann byrjaði með leik sem er bara þrususkemmtilegur að fylgjast með og er kallaður bara "einn Kalli Tomm". Fólk velur sér eitthvað milli himins og jarðar... menn, konur, hluti eða bara hvað sem er og allir eiga að reyna að giska á hvað það er. Bara skemmtilegt, og sá sem getur rétt hann velur næst.  Og vitið bara hvað... það er næstum hægt að verða bloggfíkill... ég er alveg búin að sjá það. Mér finnst allavega ótrúlega gaman að skoða hvað aðrir hafa að segja. Fín leið til að verða háður þessu (hehe ein að "afvegaleiða" vini sína :) er að skoða bara umræðurnar á mbl.is  og þessar sem eru með flestu kommentin fara undir "Heitar umræður"

Annars er nú bara lífið að ganga sinn vanagang. Haukur og Margrét áttu afmæli 3.nóvember og við vorum með smákaffi hér heima þar sem nánustu vinir og fjölskylda kíktu við. Þetta var þeirra sextánda afmæli sem þýðir??.... Æfingaleyfi!!!  Úfff...  Þau fengu sem sagt æfingaleyfi í síðustu viku og sem betur fer er pabbi þeirra duglegur og jákvæður að fara með þau í bíltúra því ég hef ekki taugar í þetta! Ég leyfi þeim samt að keyra hjá mér hérna innan Mosó og þau eru bara sátt við það. 

Við náðum ekki að fara í bænagönguna sjálfa síðustu helgi því allir á heimilinu voru að vinna nema ég og ég nennti ekki ein. Lilja mín var í útlöndum, mig sárvantaði hana Grin en við fórum á tónleikana um kvöldið, ég, Ágúst og Margrét og það var rosagaman, mjög skemmtileg og flott dagskrá og þægilega "crowded" þ.e. enginn troðningur. Í vikunni voru svo fastir liðir eins og venjulega, Ágúst á námskeiði á mánud., við á Alfa á þriðjudag, og ég á biblíulestri á miðvikudag Wink Við eyddum svo fimmtudagseftirmiðdeginum hjá vinum okkar Rikka og Lilju því tölvan þeirra er búin að vera eitthvað óþekk, þau buðu okkur í pizzu og næs spjall. Ég er alveg búin að sjá að ég er ALLTOF léleg í að fara í heimsóknir til fjölskyldna okkar og vina ... verð að fara að bæta mig í þessu. Maður uppsker nefnilega eins og maður sáir... ég væri alveg til í að fá fleiri vini mína í heimsókn.

Í gærkvöldi var Viðar svo með partý hér heima fyrir vini sína í framhaldi af vinnustaðapartýi og gekk það rosalega vel hjá honum og þau eiga heiður skilinn fyrir góða umgengni og tiltekt á eftir, enda á hann svo góða vini. :) Margrét fór á Morfís í skólanum og þau unnu... gaman að því. Hún er svo að vinna í Múrbúðinni í dag.  Haukur er á kafi í félagslífinu í skólanum sínum og hefur varla tíma til að vera til hehe.  Hann er líka búinn að koma sér að hjá raflagnafyrirtæki og vinnur þar öðru hvoru. Dugleg börn sem ég á :)  Fæ ekki nóg að því að hrósa þeim. Þau eru sko laaangflottust Tounge

Núna er ég að manna mig upp í að fara að klára að taka til og svoleiðis hérna heima. Fínt að nota svona hráslagalega daga til þess.

Njótið dagsins, hann er Guðs gjöf til ykkar....

"Fólk eyðir ótrúlegum peningum í að bæta útlit sitt, þótt ekkert geri það fallegra en eitt ókeypis bros"

Hrafnhildur Smile


Vá... hvað tíminn líður hratt!

Mér finnst ég vera nýbúin að blogga en það eru bara hundgamlar fréttir hér inni ;)

Síðustu helgi fórum við aftur austur í Fljótshlíð en í þetta sinn á Alfa helgi upp í Kot. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta vægast sagt frábær helgi. Eins og áður hefur komið fram á blogginu þá er ég Alfaliði og hafði smáábyrgð að gegna í þetta sinn. Hafa auga með hópnum mínum og þjappa honum svolítið saman og gæta þess að allir væru að njóta og engum liði illa. Ég held að það hafi gengið bara ágætlega. Ég átti að vísu að vera með konunum í hópnum í herbergi en var svo heppin að við vinkonurnar, ég, Lilja, Elsa, Dóra og Svanhildur gátum verið saman í herbergi því engin kona úr hópnum hennar Dóru mætti á helgina svo hún hefði orðið ein í herbergi. Og ég get sagt ykkur það að við vorum eins og unglingar í skíðaferðalagi því það var hlegið og gantast til kl. 3 um nóttina að fáránlegustu hlutum að maður fékk harðsperrur í magavöðvana! Ekki nóg með það heldur vöknuðum við aftur kl. rúmlega 6 um morguninn og héldum áfram... þurftum að fara að pissa og svona og dönsuðum um gangana á náttfötunum... kl. 6!!!! Þá var heldur ekki hægt að sofna aftur svo við fórum að "leika okkur"  Lilja hafði keypt sér nælonsokka á leiðinni og við tróðum þeim yfir hausinn á okkur til að hrekkja hitt liðið... Díííí..... ég skammast mín næstum því að hugsa um þetta... en þetta var samt ÓBORGANLEGA fyndið og skemmtilegt. Við sváfum aðeins meira næstu nótt eða frá 2-7:30.  Lilja fékk samt einhverja martröð um nóttina og barði kojuna og vegginn og öskraði... svakalega scary... handleggurinn á henni er allur marinn eftir þetta... úfff.....
En að aðalatriði helgarinnar þá var kennslan um Heilagan anda alla helgina og hann var sko mættur á staðinn. Frábær kennsla og frábærar samkomur þar sem fólk frelsaðist í bunkum og skírðist í Heilögum anda. BARA geggjað!

Þessi vika er svo búin að vera frekar dæmigerð... MIKIÐ að gera hehe.  Námskeið hjá Ágústi á mánudaginn, Alfa á þriðjudaginn, súpa og brauð í gærkvöldi (miðv.d.) og svo var Margrét að keppa í handbolta í kvöld og við skelltum okkur að horfa á. Þrusufjör... þær töpuðu með hellingsmun en eru samt alltaf að bæta sig. Margrét skoraði þrjú flott mörk... Haukur er á skólaballi á Gauk á stöng, sixties ball... og hann keypti sér appelsínugula skyrtu og glimmer vesti!!!  Ótrúlega flottur hehehe... Ég er alveg svakalega stolt af öllum börnunum mínum... Þau eru best. 

Nú er ég orðin svo syfjuð að ég sé varla á skjáinn! Er búin að vera í 2 tíma að fylla ipod sem Haukur lánaði mér og ég hlakka til að fara að nota. En nú ætla ég að henda mér á koddann...

Góða nótt mínir kærustu...

"Ef þið viljið ekki að neinn viti það, gerið það þá ekki"

Hrafnhildur ZzZzZzzzzzzzz


Hæ góða fólk :)

 Mig langar að byrja á því að segja hvað mér þykir vænt um ykkur öll sem kíkið hér inn. Ég er svo heppin að eiga svona marga góða vini og vandamenn. Guð blessi ykkur öll Halo

Það er búið að vera slatti að gera hjá liðinu í Brekkutanganum Tounge Margrét er á kafi í handboltanum og Haukur er í nýnemaráði Borgarholtsskóla svo þau eru endalaust upptekin. Viðar vinnur og vinnur og skemmtir sér þess á milli... nóg að gera þar. Við hjónin erum svo á fullu í kirkjustarfinu og njótum þess í botn. (Sama hvað öðrum finnst um það... útskýrt neðar :)  Við erum búin að uppgötva Samhjálparsamkomurnar á sunnudagskvöldum... þær eru vægt til orða tekið geggjaðar. Þetta er eins og að vera á heavy tónleikum! Mikil og fjörug lofgjörð, frábær lög, frábærir vitnisburðir og bara geggjað.

Við fórum um helgina austur á Fit til mömmu og pabba, viðbyggingin er orðin svaka flott og um helgina var klárað að setja glugga og hurð í vesturgaflinn. Gamla hurðin var líka rifin niður og sett fyrir baðhúsið. Tengdapabbi og tengdamamma komu líka og pabbi hafði á orði að þeir feðgar (Ágúst og Elli) væru ofvirkir hehe. En bara gaman að því, þeim finnst þetta skemmtilegt. Því miður fékk Elli svo í magann þegar líða tók á daginn að hann þurfti að taka lyf og fara í bæinn. Þau misstu því af dýrindis folaldasteik sem átti að vera verðlaun fyrir góðan dag. Þau eiga það bara inni. Þula hundastelpa var óþekk og tókst að gæða sér á fiskimjöli eina ferðina enn...  hehe það var poki í einu beðinu sem var bara þar fyrir hana að hennar mati... en það kostaði þvílíka "renninginn" á sunnudagsmorguninn... hehe henni var nær.

Pæling dagsins:
Mér finnst sumt fólk vera skrítið. Ég hef aldrei skilið hvers vegna sumt fólk finnur hjá sér þörf til þess að láta öðru fólki líða illa. Að þurfa að gera eða segja eitthvað gagngert til að særa fólk... ég er alveg orðlaus bara.
Ég þekki konu sem þurfti hreinlega að loka blogginu sínu bara vegna þess að einhver fann þörf hjá sér til að koma með niðrandi athugasemdir um hana og ekki einu sinni málefnalegar... hvað þá undir nafni. Mjög ómerkilegt. 
Ágúst lenti í þessu fyrir nokkrum árum, maður sem hann kallaði besta vin sinn í mörg ár stakk hann svo herfilega í bakið með ljótu umtali og lélegri framkomu að það hálfa væri nóg. Sá sami skildi við konuna sína... hirti megnið af því sem var verðmætast úr búinu... lofaði að greiða helming skuldanna... en gerði það ekki... Nota Bene... eftir að hafa beitt konuna sína andlegu ofbeldi í fjölda ára. Skelfilega ómerkilegt. 
Annar sem ég veit um hringir í fyrrverandi konu sína gagngert til að segja eitthvað niðrandi og leiðinlegt eingöngu til að láta henni finnast hún vera einskis verð og lítilfjörleg sem hún er sko alls ekki. Hrikalega ómerkilegt.  
Eins og áður sagði þá bara á ég ekki orð.  Eeeen.... ég veit alveg hvað ég ætla að gera í þessu.  Ég ætla að biðja fyrir þessu ógæfufólki, ég segi ógæfufólki því ég get ekki ímyndað mér að þeim líði vel með sjálft sig.
Ég bara varð að setja þetta á "pappír" því ég er alltaf að heyra oftar og oftar af fólki sem sætir hreinlega ofsóknum af einhverjum slíkum. Þetta er gróft einelti þótt líkamleg sár séu engin.

Nú er ég á leið út til að borða hjá tengdó því Jón og Lena eru í bænum og þá reynum við að nota tækifærið og hittast öll á einum stað svo þau þurfi ekki að fara í margar heimsóknir... tengdó hefur alltaf hóað liðið saman í huggulegan hversdagsmat við þetta tilefni... skemmtilegur siður.

Bless í bili og munið:
Mikilvægasti tíminn í lífi hvers manns er ævinlega sú stund, sem yfir stendur.

Hrafnhildur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband