Tími...

... er afstæður.  Mér finnst ég vera nýbúin að blogga en það er næstum mánuður síðan!  Og það hefur sko heilmargt gerst síðan þá.

Eurovision... það eru náttúrulega allir búnir að gleyma því strax daginn eftir... nema ég LoL  Ég er ennþá að hlusta á lögin og finnst þau flest bara nokkuð góð.  Öll Norðurlöndin höfða til mín nema Finnland. Norska lagið er æði og danska líka. Svo finnst mér lögin frá Albaníu, Portúgal og Serbíu rosaflott. Svo þarf ég alltaf líka að vera aðeins öðruvísi því mér líkaði lögin frá Belgíu og Makedóníu :)  Vinningslagið finnst mér vera óttalegt prump og skil ekki alveg þessa stigagjöf með Rússland og Grikkland efst lengst framanaf... ég var bara alveg hissa.

Eitt verð ég að segja ykkur þótt það hafi gerst 9. maí.  Við fórum á Þingvelli að veiða þá um kvöldið, ætluðum bara þrjú að fara, ég, Ágúst og Margrét en á síðustu stundu ákvað Margrét að taka Þórunni vinkonu sína með, sem var auðvitað alveg sjálfsagt. Við börðum vatnið heillengi og ekkert gerðist. Stelpurnar voru alveg að verða leiðar enda ekki högg í rúma tvo tíma.  Svo kastar Þórunn út og það fór eitthvað stutt og hún ekki alveg sátt við það svo ég sagði henni að draga inn og ég skyldi kenna henni gott trix við að kasta langt.  Ég lagði frá mér stöngina mína, sem var frekar nálægt bæði hennar og Margrétar og labbaði til hennar... rétt í því beit á hjá henni heldur betur og við hjálpuðum henni að berjast við skrímslið því það spólaði út af hjólinu hennar og hún varð alveg þreytt í höndunum og hrópaði alltaf:  "Vá, hvað hann er sterkur, ég er svo þreytt í höndunum!!!" :)  Fiskinum tókst að synda út um allt í kringum okkur og flækja saman allar þrjár línurnar, mína, 2008.05.10 01-19-12Margrétar og þessa sem hann hékk á!  En okkur tókst að landa honum eftir nokkur átök og Ágúst náði honum í háfinn... sem gaf sig við að lyfta tröllinu hehe.  Þetta var risastór urriði og þegar heim var komið náðum við í pundmæli og kvikindið var sko 9,5 pund og 80cm!!!  Ég hef aldrei veitt svona flykki eða einu sinni verið nálægt þegar svona flykki er dregið á land.   Ótrúlega gaman.  Ekki spillti svo að þetta var fyrsti fiskurinn sem Þórunn veiddi um æfina og hún fór stolt heim (kl. 02:00 um nóttina) og vakti allt húsið heima hjá sér til að sýna gripinn.  Joyful  Daginn eftir (minnir mig)  talaði hún við Margréti og tilkynnti henni að það ætti eta kvikindið um kvöldið :)  Bara gaman að því. :)

 Þulugreyið okkar hefur það ekki alveg nógu gott þessa dagana. Við fórum með hana til læknis því okkur finnst hún vera að versna í "betri" fætinum, þ.e. þeim sem hefur ekki verið skorinn upp. Læknirinn tók röntgen myndir og sagði svo að það tæki því ekki að gera aðgerð því hún er orðin mjög slæm.  Fóturinn sem var skorinn í okt-06 var líka orðin verri en hann var.  Þó höfum við aldrei farið með hana í gönguferðir þar sem hún er laus og hún fær ekki nema hámark 15 mín. göngutúra... kannski einu sinni í viku.  Öll útivera sem hún fær er í bandi á bílastæðinu og þrisvar á dag út á tún í taumi.  Núna lítur málið svo út að við erum að athuga hvort Agria líftryggingin nái yfir þetta fari svo að við þurfum að láta svæfa hana.  Læknirinn vildi ekki skrifa beint á skýrsluna að það væri nauðsynlegt að svæfa dýrið heldur að lífslíkur hennar væru mjög skertar og hún gæti lifað áfram á verkjalyfjum.  Ekki skemmtilegt það.  Leyfi ykkur að fylgjast með framhaldinu.  Er að bíða eftir svari frá VÍS.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að maðurinn minn á mótorhjól...  Pressan um að ég fari með í túrana verður meiri með hverjum deginum sem líður.  Meðan ég á ekki almennilegan galla hef ég komist upp með það tvisvar að fara ekki með hehe.  Í gærkvöldi var Lindarferð, þ.e. þegar Lindin átti afmæli var hægt að styrkja hana með ákveðnu framlagi og fá m.a. mótorhjólaferð með Trúboðunum.  Ég komst ekki undan í þetta sinnið.  Ferðinni var heitið á Reykjanesið. Byrjað á planinu hjá Fíladelfíu og keyrt í einni bunu alla leið í Grindavík.  Þegar þangað kom var ég orðin svo dofin í rassinum að ég hefði átt að nota tækifærið og ná mér í hefil eða ostaskera og sneiða aðeins af honum... ég hefði ekki fundið fyrir því. Pinch  og rassinn hefði rýrnað...  Í Grindavík fengu allir ís í brauði áður en haldið var af stað aftur og keyrt meðfram sjónum að flekagjánni og framhjá Höfnum og til Keflavíkur. Þar heimsóttum við annan mótorhjólaklúbb og rassinn var orðinn ennþá dofnari. Ég leit í kringum mig til að athuga hvort ég myndi finna smíðaverkstæði...  en þar fengum við kaffi og rassinn jafnaði sig.  Það fór að rigna aðeins á okkur en það kom ekki að sök fyrir mig allavega, mér tókst að halda mér þurri.  Að lokum var svo brunað í bæinn og þaðan beina leið heim.  Þegar ég kom heim var mér ekkert kalt... en var frekar köld viðkomu á lærunum og sonna... enda bara í gallabuxum :)  Ég henti mér í LazyBoy og hvíldi lúin bein (og rass!) og viti menn... mér varð allt í einu svo ískalt að ég ætlaði hreinlega aldrei að ná í mig hita aftur... úff... skalf alveg þangað til ég fór upp í rúm og undir sæng. :)   Í dag er ég að drepast í rófubeininu...  tíhíhí...  Kannski þyrfti ég að fá mér mótorhjólagalla...hmm..

2008.05.12 15-21-472008.05.12 12-51-36Annað sem ég verð að monta mig af... Ágúst fékk lánaðan GEGGJAÐAN bíl um daginn.  Benz xxx (eitthvað-voða-flottar-og-merkilegar-tölur-sem-ég-kann-ekki-að-segja-frá).  Sportbíll sem er 630 hestöfl og togar 830 "Njúton" metra (haha framburður) hardtop blæjubíll, tveggja sæta.  Flottari en nokkur orð fá lýst svo ég sýni ykkur bara mynd af honum. :)  Ég upplifði mig sem aðalgelluna... ekki bara í bænum heldur í heiminum sko hahaha...

Núna er allt að róast hjá okkur.  Við erum búin með öll námskeið og samfélagshóparnir að fara í frí og svona þannig að það verður líklegast meiri tími til að gera eitthvað svona sumar-ferðalaga-veiði eitthvað ;)  Margrét fékk vinnu í Múrbúðinni og fílar sig bara vel innan um kallana og múrvörurnar hehe og Haukur er farinn að vinna í Húsasmiðjunni með Hlyn, sem var svo almennilegur að mæla með honum í vinnu og hann er bara að standa sig einstaklega vel hef ég heyrt :)  Svo núna er "byggingavöruverslanasamkeppni" inni á teppi hjá mér!!! ;)  Nei, nei smágrín bara, allt með friði og spekt.

Jæja góða fólk.... þið sem ennþá nennið að kíkja :) Mér þykir endalaust vænt um ykkur

Hrafnhildur í sumarskapi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl sæta mín

Mikið óskaplega er langt síðan við höfum hist. Ég sakna þess að sjá ykkur ekki reglulega, en svona er það bara.

Við hérna á jarðskjálftasvæðinu höfum það bara þolanlegt, nema hundarnir sem verða nátturulega varar við hvern minnsta titring. Þær eru ekki mjög glaðar þessa dagana blessaðar.

Veslings Þula að vera svona slæm í fótunu. Ég finn mjög til með ykkur vegna hennar, því þessi hundagrey eru næstum eins og börnin manns og þeirra vanlíðan kemur alveg við kvikuna í manni.

 Ég mana þig til að fá þér hjól og galla ...þú verður BARA flott mótorhjólagella  ;)

 Annars er ykkur velkomið að koma í heimsókn ...það er alveg óhætt...engin björg að falla úr fjallshlíðum lengur. 

Hlakka grilljón til að knúsa þig dúll. Hafðu það bara frábært og njóttu lífnsins sem Guð gefur, því það er svo yndislegt lífið.

Þín Uppáhalds

Sirrý litla 

Sirrý litla (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:50

2 identicon

Bara láta thig vita ad ég er búin ad blogga ;)

Thrudur (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 21:18

3 identicon

Hæ hæ ;)

Gaman að lesa þetta hjá þér! Bara nóg að gera við að hafa það skemmtilegt! Svona á þetta að vera :)

Vona annars að VÍS bæti þetta ef það þarf að svæfa Þulu, voða erfitt að leggja þetta á hund að geta ekkert hreyft sig. En gangi ykkur sem allra best mað þetta allt saman!

kv. Íris

Íris E (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:42

4 identicon

Kvitti kvitt
 
 

Inga (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:45

5 identicon

Blessuð!

Rak hér inn nefið -og ákvað að kvitta fyrir mig. Gott að allt er að róast hjá þér, ekkert að gera nema veiða, mótorhjólast, rúntast, standa í "byggingarvöruverslanasamkeppnisumræðum, smíða pall, koma garðinum í þokkalegt stand og annað smálegt = ekkert að gera () Kveðja ÁJ

Ása (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband