Hæ góða fólk :)

 Mig langar að byrja á því að segja hvað mér þykir vænt um ykkur öll sem kíkið hér inn. Ég er svo heppin að eiga svona marga góða vini og vandamenn. Guð blessi ykkur öll Halo

Það er búið að vera slatti að gera hjá liðinu í Brekkutanganum Tounge Margrét er á kafi í handboltanum og Haukur er í nýnemaráði Borgarholtsskóla svo þau eru endalaust upptekin. Viðar vinnur og vinnur og skemmtir sér þess á milli... nóg að gera þar. Við hjónin erum svo á fullu í kirkjustarfinu og njótum þess í botn. (Sama hvað öðrum finnst um það... útskýrt neðar :)  Við erum búin að uppgötva Samhjálparsamkomurnar á sunnudagskvöldum... þær eru vægt til orða tekið geggjaðar. Þetta er eins og að vera á heavy tónleikum! Mikil og fjörug lofgjörð, frábær lög, frábærir vitnisburðir og bara geggjað.

Við fórum um helgina austur á Fit til mömmu og pabba, viðbyggingin er orðin svaka flott og um helgina var klárað að setja glugga og hurð í vesturgaflinn. Gamla hurðin var líka rifin niður og sett fyrir baðhúsið. Tengdapabbi og tengdamamma komu líka og pabbi hafði á orði að þeir feðgar (Ágúst og Elli) væru ofvirkir hehe. En bara gaman að því, þeim finnst þetta skemmtilegt. Því miður fékk Elli svo í magann þegar líða tók á daginn að hann þurfti að taka lyf og fara í bæinn. Þau misstu því af dýrindis folaldasteik sem átti að vera verðlaun fyrir góðan dag. Þau eiga það bara inni. Þula hundastelpa var óþekk og tókst að gæða sér á fiskimjöli eina ferðina enn...  hehe það var poki í einu beðinu sem var bara þar fyrir hana að hennar mati... en það kostaði þvílíka "renninginn" á sunnudagsmorguninn... hehe henni var nær.

Pæling dagsins:
Mér finnst sumt fólk vera skrítið. Ég hef aldrei skilið hvers vegna sumt fólk finnur hjá sér þörf til þess að láta öðru fólki líða illa. Að þurfa að gera eða segja eitthvað gagngert til að særa fólk... ég er alveg orðlaus bara.
Ég þekki konu sem þurfti hreinlega að loka blogginu sínu bara vegna þess að einhver fann þörf hjá sér til að koma með niðrandi athugasemdir um hana og ekki einu sinni málefnalegar... hvað þá undir nafni. Mjög ómerkilegt. 
Ágúst lenti í þessu fyrir nokkrum árum, maður sem hann kallaði besta vin sinn í mörg ár stakk hann svo herfilega í bakið með ljótu umtali og lélegri framkomu að það hálfa væri nóg. Sá sami skildi við konuna sína... hirti megnið af því sem var verðmætast úr búinu... lofaði að greiða helming skuldanna... en gerði það ekki... Nota Bene... eftir að hafa beitt konuna sína andlegu ofbeldi í fjölda ára. Skelfilega ómerkilegt. 
Annar sem ég veit um hringir í fyrrverandi konu sína gagngert til að segja eitthvað niðrandi og leiðinlegt eingöngu til að láta henni finnast hún vera einskis verð og lítilfjörleg sem hún er sko alls ekki. Hrikalega ómerkilegt.  
Eins og áður sagði þá bara á ég ekki orð.  Eeeen.... ég veit alveg hvað ég ætla að gera í þessu.  Ég ætla að biðja fyrir þessu ógæfufólki, ég segi ógæfufólki því ég get ekki ímyndað mér að þeim líði vel með sjálft sig.
Ég bara varð að setja þetta á "pappír" því ég er alltaf að heyra oftar og oftar af fólki sem sætir hreinlega ofsóknum af einhverjum slíkum. Þetta er gróft einelti þótt líkamleg sár séu engin.

Nú er ég á leið út til að borða hjá tengdó því Jón og Lena eru í bænum og þá reynum við að nota tækifærið og hittast öll á einum stað svo þau þurfi ekki að fara í margar heimsóknir... tengdó hefur alltaf hóað liðið saman í huggulegan hversdagsmat við þetta tilefni... skemmtilegur siður.

Bless í bili og munið:
Mikilvægasti tíminn í lífi hvers manns er ævinlega sú stund, sem yfir stendur.

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska ykkur og verði ykkur að góðu  já og skilaðu kveðju

Þrúður (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:15

2 identicon

Ég segi bara mína skoðun : Mér finnst þú algjörlega frábær :)

Gaman að sjást í gær á samk, hefði verið enn skemmtilegra að ná að spjalla smá! Vonandi bara næst :) Bestu kveðjur Eygló

Eygló frænka (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:08

3 identicon

LovU!

Kveðja Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:29

4 identicon

Þú ert frábær ;)

kv. Íris frænka :)

Íris E (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:53

5 identicon

 Það er alveg yndislegt að heyra að ykkur líður vel ;) 

Ég bið að heilsa Viðari ;P

kv.Helga  

Helga (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:05

6 identicon

hæhæ

 gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur :)   Vildi bara kasta smá kveðju þar sem eg hef ekki séð ykkur í áraraðir...eða svona næstum því hehe ;)

Eins gott að það var ekki fiskimjölið sem hún fékk ofnæmi af um daginn því annars hefði ástandið verið aldeilis slæmt aftur ekki satt...

Hafið það gott ;*

Bkv
Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband