Køben, veikindi og fleira

Tíminn líður svo hratt að maður þarf að hanga í halanum á honum til að fylgja honum eftir!

Við fórum sem sagt til Kaupmannahafnar síðustu helgi með Múrbúðinni. Það var mjög gaman, fyrir utan að Ágúst greyið var hundlasinn alla ferðina. Var með hálsbólgu og kvef og smáhitavellu, ótrúlega þreytandi... fyrir hann sko.  En við gerðum nú samt allt sem við ætluðum okkur :)  Þegar við komum út þá uppgötvuðum við að veitingastaðurinn Reef'n'beef sem við vorum ákveðin í að fara á var bara beint á móti inngangnum á hótelið okkar, 10 skref yfir götuna!  Það var alveg geggjað. En við byrjuðum samt á því að rölta Strikið fram og til baka án þess að skoða í búðirnar. Skoðuðum bara mannlífið, veðrið var ágætt, svalt og smá úði en samt gott. Um kvöldið fórum við svo á Reef'n'beef og í forrétt höfðum við beðið um "sitt lítið af hverju smakk" þegar við pöntuðum borðið og fengum reyktan lax í einhverju grænu mauki, mmm hrikalega gott, hráan túnfisk, Emúa og krókódíl. Mér fannst hrikalega gaman að smakka þetta allt og fannst allt gott en það sem ég var hissa þegar ég sá að krókódíll er fiskur!!!  Hvítt kjöt með fiskibragði... ég hélt bara að hún væri að skrökva því ég var búin að ákveða að krókódíll væri rauður og blóðugur hehe.  Við fengum okkur kengúrusteik í aðalrétt og hún var alveg svakalega góð, þétt kjöt og fínt... ekki mikið bragð samt af kjötinu sjálfu en mjög gott. Ég fékk mér bara kaffi eftir matinn en sumir fengu sér "Death by Chocolate" sem var 7 tegunda súkkulaðieftirrétta smakk.  Það var ummað svo mikið yfir honum að það jaðraði við að vera dónaleg hljóð! Grin

Á laugardeginum fórum við í eina búð við Strikið. Það var H&M. Ég keypti mér 12 flíkur fyrir 15 þúsund kall. Svo keyptum við hettupeysur á krakkana. Við fórum líka í Fisketorvet og þar keypti ég mér tvennar buxur og eina tuniku. Þetta var sem sagt allt sem verslað var í DK. Ágúst fékk ekki einu sinni sokka! En það var hans val.  Um kvöldið var svo árshátíðin. Það var út að borða á FIAT sem er ítalskur veitingastaður við Nýhöfn. Í forrétt var hrátt kjöt, örþunnar sneiðar... man ekki hvað það heitir, í aðalrétt var nauta entrecote og kjötið var mjög gott en merkilegt hvernig það er serverað. Það var s.s. ein stór sneið af kjöti og svo haugur af spínati og hálf grilluð sítróna, engin sósa og engin kartafla eða neitt annað... furðulegt. Ég var heppin með kjötið en það voru það ekki allir. Í eftirrétt var svo ís með melónum sem voru litaðar í einhvern vegin fjólubláum lit... virkaði svipað og rauðrófur...  Þetta var sértakt.

Eftir matinn tvístraðist hópurinn svo. Árshátíð Múrbúðarinnar er nefnilega bara maturinn. Sumir fóru á karókíbar en við fórum á "The Scottish Pub" sem er bara við hliðina á hótelinu. Það var hrikalega gaman, dönsuðum og trölluðum til kl. 5 um morguninn!  Ég álpaðist til að þiggja nokkur Tequila skot sem ég hefði betur sleppt, hef ekki smakkað sterkt áfengi í 11 ár! Maginn var ekki alveg upp á sitt besta á sunnudeginum Shocking

Sunnudagurinn var svo frekar rólegur, rölt í nágrenninu og svo bara með rútu á flugvöllinn og svo heim.  Heima er best.

Á meðan við rölluðum í Kaupmannahöfn þá fóru börnin okkar á flakk líka.  Margrét fór til Vestmannaeyja á mót Nýrrar kynslóðar. Henni fannst það BARA geggjað.  Haukur fór með nemendaráði Borgó í sumarbústaðaferð og ég viðurkenni að ég var mest stressuð yfir því. Leiðindaveður, ungir krakkar á bílum og örugglega áfengi með í ferð. Ég var alveg hræðileg mamma og hringdi í hann á hálftíma fresti... þótt við værum í útlöndum Cool Þetta gekk samt allt saman mjög vel, enda traustur, ungur drengur sem ég á.   Viðar var á vaktaviku svo hann var bara að vinna báðar næturnar.  Ég sagði nú við Ágúst að þetta hlyti að vera merki um að við værum að eldast þegar við þyrftum ekki barnapíur og börnin okkar færu bara í ferðalög og sæu um sig sjálf þótt við værum eitthvað að flakka erlendis... ótrúlegt...

Ágúst lagðist svo alveg í bælið á þriðjud. og miðvikud. en ég lagðist í gærkvöldi. Það helltist yfir mig hiti og vesen og ég bara hundslöpp. Ojsen pojsen.
Núna langar mig svooo að fara á þorrablót því ég elska þorramat. Ætli það endi ekki bara með því að ég verði að kaupa mér eitt trog eða svo og torga því alein :)

En... nú er hún dóttlan mín búin að búa til fyrir mig Panodil hot drykk sem ég ætla að sulla í mig, skjáumst næst!

Hrafnhildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Carpaccio?  Þetta hefur verið frábær ferð hjá ykkur - fyrir utan veikindi.  Alltaf gaman að fá eitthvað gott að borða. Já þið eruð orðin pínu þroskuð....  hehehe

Farððu vel með þig (gott að eiga svona einkahjúkrunarkonu) 

Elskjú

Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Hrafnhildur Sigurhansdóttir

Carpaccio var það einmitt!!!  Ég var alveg við að muna það þegar ég var að skrifa í morgun en nennti svo ekki að staldra við það :)  Elskjútú.

Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 26.1.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband