Ehemm...

Sælt veri fólkið og gleðilegt ár.

Ég veit eiginlega ekki hvaða stífla hefur verið í gangi... en vonandi er að losna um hana núna.Joyful
Við höfum haft það verulega gott yfir hátíðirnar eins og vonandi allir aðrir. Fyrstu jólin í nýja húsinu ( ef ennþá er hægt að tala um "nýja" húsið :) Það var mikil tilhlökkun að sækja jólaskrautið fyrir jólin og finna því staði hér og það gekk alveg rosa vel. Við fórum líka og keyptum okkur nýtt jólatré, 210 cm hátt! Við vorum með frekar lítið tré í Krókabyggðinni en við áttum alveg nógu mikið skraut til að setja á nýja tréð, eina sem þurfti að endurnýja var serían. Jólin sjálf voru yndisleg, að vísu þurftum við að flýta okkur svolítið því Viðar var að enda vaktaviku og þurfti að mæta í vinnu kl. 20:00 á aðfangadagskvöld, svekkjandi því það var þannig í fyrra líka. Hann opnaði sína pakka fyrstur og pakkarnir frá okkur í fjölskyldunni næst á eftir svo hann myndi nú ekki missa af neinu. Á jóladag fórum við í jólaboð til tengdó í lambalæri og með'ðí, mmm... rosagott og ekki spillti veðrið maður! Stórhríð og skemmtilegt! Ég er alveg að fíla svona veður þegar ég þarf ekki að ferðast eitthvað langt Grin Seinni partinn þann dag lögðust piltar heimilisins í bílskúrinn að laga vélsleðann því veðrið lofaði góðu fyrir notkun á honum. Þegar hann var tilbúinn keyrðu krakkarnir svo hring eftir hring eftir hring á túninu hér fyrir framan hús. Lilja kom með sína krakka og úr varð skemmtilegasta útivera.  Við fórum til mömmu og pabba á annan í jólum. Hangikjöt og allt tilheyrandi. Mamma er búin að fá sér nýtt borðstofuborð... (alveg eins og mitt) og það er hægt að stækka það rosalega mikið þannig að allir, u.þ.b. 21 manns gátu setið við borðið, rosaflott. Það var síðan spilað fram eftir degi eins og venjulega þennan dag, Bíóbrot, Monopoly, Trivial Persuit og einhver fleiri. Góðir dagar.

Á gamlársdag vorum við heima með mat, villigæs og tilheyrandi, en fórum til Rakelar og Sævars um áttaleytið og vorum þar fram yfir skaup. Þá hópuðust allir heim til mín því það er nóg pláss á túninu fyrir alla að skjóta sínum tertum og flugeldum. Mjög gaman. Við fórum að sofa um 2:30 sæl eftir góðan dag. Nýársdag notuðum við til að liggja í leti, dásamlegur dagur Smile Ég afrekaði það að mála mitt fyrsta málverk! Það var ekki stórt og ekki merkilegt, ég málaði fljúgandi kríu með bláan himin í bakgrunn og það tókst bara bærilega. Margrét málaði líka svakaflotta englamynd, hún var sko ekkert að mála sitt fyrsta duglega stelpan mín :)

Í gær var árlegt fjölskylduball í ættinni hans Ágústar, það var mikið um veikindi og því færra fólk en gert var ráð fyrir, því miður. Það væri rosalega gaman að gera eitthvað í þessa veru fyrir afkomendur Hrefnu ömmu og Magga afa. Erling og Erla byrjuðu með svona jólahitting þetta árið og ég hlakka til næsta ár því ég er veit að fleiri en ég vilja gera þetta að hefð fyrir þessa fjölskyldu. Eftir fjölskylduballið hittumst við stórfjölskyldan (tengdó og co) hér hjá okkur í hangikjötsveislu. Þá gat ég notað flotta borðstofuborðið mitt fyrir 20 manns :) Jón og Lena komu nefnilega alla leið frá Sauðárkróki til að vera með á fjölskylduballinu, geri aðrir betur! :)

Seint í gærkvöldi var okkur svo boðið að taka spil með vinafólki sem býr hér í næstu götu en ég var svo leiðinleg að nenna ekki út en Ágúst, Haukur og Margrét fóru og voru að spila með þeim Partýspilið til kl. 3 í nótt!  Þess vegna sit ég nú, eina sem er vöknuð á heimilinu, og pikka á bloggið :)

Nú er farin að koma hreyfing á fólkið mitt svo ég kveð að sinni. Vona að ég verði duglegri að blogga næstu daga. Takk fyrir innlitið hingað allir. Mér þykir vænt um það.

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku snúllan mín

Mikið rosalega er ég búin að bíða eftir þessari færslu ....!  Það er nefnilega mjög gaman að lesa þínar frásagnir - ert svo mikill rithöfundur,,,,,, lol 

Anyways gott að þið eruð í góðum gír.   Geggjuð myndin af ykkur á jólakortinu!

Kossar og knús  - smúts.....

Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 15:48

2 identicon

Jæja,, loksins loksins kom eitthvað á þessa síðu :)

Gaman að lesa eins og alltaf, keep up the good work :)

Luv
Hafrún o.co

Hafrún Ósk Sigurhansdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:33

3 identicon

Mikið var!!!!

Segi eins og Hafrún; búin að bíða lengi, lengi.......
Gaman að lesa.
Lu

mamma (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband