Undarlegur heimur

Ég veit ekki hvort það er ég eða hvað...

Bloggheimurinn er skemmtilegt fyrirbæri en hann getur líka verið ótrúlega harður heimur. Það er búið að ganga svo fram af mér það sem fólk getur látið út úr sér í kommenta-rifrildum að ég á ekki orð bara. Nokkrir bloggarar voru að tala um bænagöngu og GayPride göngu og fordæmingarnar voru ótrúlegar... yfir 300 komment á einu blogginu þar sem fólk er nafngreint og dregið í svaðið og ákveðnum hópum att móti hverjum öðrum. Svo á móti eru margir að gera ótrúlega skemmtilega hluti. Kalli Tomm er t.d. orðinn frekar frægur á Moggabloggi því hann byrjaði með leik sem er bara þrususkemmtilegur að fylgjast með og er kallaður bara "einn Kalli Tomm". Fólk velur sér eitthvað milli himins og jarðar... menn, konur, hluti eða bara hvað sem er og allir eiga að reyna að giska á hvað það er. Bara skemmtilegt, og sá sem getur rétt hann velur næst.  Og vitið bara hvað... það er næstum hægt að verða bloggfíkill... ég er alveg búin að sjá það. Mér finnst allavega ótrúlega gaman að skoða hvað aðrir hafa að segja. Fín leið til að verða háður þessu (hehe ein að "afvegaleiða" vini sína :) er að skoða bara umræðurnar á mbl.is  og þessar sem eru með flestu kommentin fara undir "Heitar umræður"

Annars er nú bara lífið að ganga sinn vanagang. Haukur og Margrét áttu afmæli 3.nóvember og við vorum með smákaffi hér heima þar sem nánustu vinir og fjölskylda kíktu við. Þetta var þeirra sextánda afmæli sem þýðir??.... Æfingaleyfi!!!  Úfff...  Þau fengu sem sagt æfingaleyfi í síðustu viku og sem betur fer er pabbi þeirra duglegur og jákvæður að fara með þau í bíltúra því ég hef ekki taugar í þetta! Ég leyfi þeim samt að keyra hjá mér hérna innan Mosó og þau eru bara sátt við það. 

Við náðum ekki að fara í bænagönguna sjálfa síðustu helgi því allir á heimilinu voru að vinna nema ég og ég nennti ekki ein. Lilja mín var í útlöndum, mig sárvantaði hana Grin en við fórum á tónleikana um kvöldið, ég, Ágúst og Margrét og það var rosagaman, mjög skemmtileg og flott dagskrá og þægilega "crowded" þ.e. enginn troðningur. Í vikunni voru svo fastir liðir eins og venjulega, Ágúst á námskeiði á mánud., við á Alfa á þriðjudag, og ég á biblíulestri á miðvikudag Wink Við eyddum svo fimmtudagseftirmiðdeginum hjá vinum okkar Rikka og Lilju því tölvan þeirra er búin að vera eitthvað óþekk, þau buðu okkur í pizzu og næs spjall. Ég er alveg búin að sjá að ég er ALLTOF léleg í að fara í heimsóknir til fjölskyldna okkar og vina ... verð að fara að bæta mig í þessu. Maður uppsker nefnilega eins og maður sáir... ég væri alveg til í að fá fleiri vini mína í heimsókn.

Í gærkvöldi var Viðar svo með partý hér heima fyrir vini sína í framhaldi af vinnustaðapartýi og gekk það rosalega vel hjá honum og þau eiga heiður skilinn fyrir góða umgengni og tiltekt á eftir, enda á hann svo góða vini. :) Margrét fór á Morfís í skólanum og þau unnu... gaman að því. Hún er svo að vinna í Múrbúðinni í dag.  Haukur er á kafi í félagslífinu í skólanum sínum og hefur varla tíma til að vera til hehe.  Hann er líka búinn að koma sér að hjá raflagnafyrirtæki og vinnur þar öðru hvoru. Dugleg börn sem ég á :)  Fæ ekki nóg að því að hrósa þeim. Þau eru sko laaangflottust Tounge

Núna er ég að manna mig upp í að fara að klára að taka til og svoleiðis hérna heima. Fínt að nota svona hráslagalega daga til þess.

Njótið dagsins, hann er Guðs gjöf til ykkar....

"Fólk eyðir ótrúlegum peningum í að bæta útlit sitt, þótt ekkert geri það fallegra en eitt ókeypis bros"

Hrafnhildur Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu, ég er einmitt hætt að lesa blogg út um allt, les bara fjölskyldu og ættina mína, því ég áttaði mig á því einhverntíma að eitthvað fólk út í bæ, sem ég hafði jafnvel aldrei séð var farið að hafa áhrif á mína líðan og ég að pirra mig á málum sem snerta mig ekki í raun persónulega....

Þá ákvað ég að ég stjórna því hvað ég læt hafa áhrif á mig og ef fólk vill vera að skíta aðra út á bloggunum sínum, þá þarf ég ekkert að blandast inn í það.... voðalega sjálfmiðuð, en... það er jú mín geðheilsa sem málið snýst um :)

Svo eru það þeir sem eru svona skemmtilegir, það má jú kíkja á þá, en ..... í hófi :)

En, ég er sammála þér að þú átt algjör fyrirmyndarbörn og bara æðislegt að heyra(og sjá) hvað þau blómstra :)

LoveYouAll
Hafrún

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 21:08

2 identicon

Hæ hæ frænka
Mikið vildi að ég hefði komist til ykkar á laugardaginn. En því var ekki komið við í þetta skiptið, þurfti að nota tímann til að læra. Frétti að það hefði verið rosa gaman. Við kíkjum bara seinna í staðinn ;)
Hafið það annars gott fjölskyldan!
kv. Íris frænka

Íris E (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:24

3 identicon

Jæja vinkona,,, mér finnst nú vera kominn tími á smá blogg hjá þér

Þrúður (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Hrafnhildur Sigurhansdóttir

Úpss......  þar er ég eiginlega sammála þér.

Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 14.12.2007 kl. 14:53

5 identicon

Jæja mánuður í dag frá síðustu færslu og tilvalið að blogga :) En auðvitað ræður þú! (vá hvað ég er almennileg!) Hafðu það ofsalega gott og gleðileg jól ef ég sé þig ekki fyrir þau :) Kær kveðja Eygló frænka ~ 7 dagar til jóla :):):):):):):):)

Eygló frænka :) (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:08

6 identicon

Hvar ertu eiginlega?  Sakna skrifanna þinna....hafðu það gott og bið að heilsa heim til þín.  Erla

Erla Birgis (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband