Lungnabólga...

Ég svaf næstum ekkert í nótt... hóstaði og hóstaði... leið best ef ég sat uppi svo ég las heila bók í nótt, sofnaði loks um hálf-fjögur. Ég er orðin helaum í bringunni og niður í lungu svo ég ákvað að hringja og gá hvort ég fengi tíma hjá lækni... en eins og mig grunaði þá var fyrsti tími laus á þriðjud! dohh... ég verð dauð þá. En jæja, ég bað hana vinsamlegast að hringja í mig ef einhver tími losnaði. Viti menn... ég held að það hafi ekki verið liðnar 5 mínútur þegar hún hringdi og sagði að það hefði losnað kl. 9,20.  ég var mjög þakklát og skellti mér til doksa. Doksi var ung og klár kona sem var viss um að hún heyrði einhver hljóð í lungunum en sendi mig samt niður í Domus Medica í lungnamyndatöku, ég ætti svo að koma strax með niðurstöðurnar til hennar, sem ég og gerði. Jú,jú það var ekki um að villast... hún las einhverja latínu á blaðinu sem ég kom með og sagði mér að ég væri með lungnabólgu, því næst skrifaði hún lyfseðil og ég kvaddi. Ég fór í "Farmasíuna" á neðri hæðinni og náði mér í töflur sem eru varla fyrir fólk þær eru svo stórar! :)  Þetta tók alls 3 klukkutíma og nú sit ég hér, 10.000,- krónum fátækari, búin að brjóta töfluna og kyngja henni í hollum og drekk læknandi seiði "a la mamma"  Það er engiferrót í litlum bitum, safi úr hálfri sítrónu, ein skeið hunang og sjóðheitt vatn. Ég hrærði og hrærði lengi vel áður en ég lagði í fyrsta sopann... :)  En þetta er bara þrusugott á bragðið.

*hóst* Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ snúllan, þetta er nú ekki gott. Ertu búin að panta tíma í næstu viku -bara "in keis"....

En gott að við höfum þessa ungu lækna, sem eru svo athugulir...  ;)  

En var að spá...   heldurðu ekki töflurnar séu fyrir "neðri hlutann" ...   lol

Vona að þér fari að batna núna - þar sem þú er komin með "töflurnar" ...

Elskjú

Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:49

2 identicon

Æ Láttu þér nú batna kellingin mín.... Farðu vel með þig
kv
Hafrún

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband