Merkisdagur

Í dag er merkilegur dagur hjá okkur hjónum því ekki bara á Ágúst afmæli, til hamingju með það minn kæri ;) Heart  heldur eigum við hjónin 20 ára brúðkaupsafmæli!W00t  Og ekki nóg með það heldur líka 22 ára samvistarafmæli... par

 Það er ekki alveg laust við að maður fá nettan fiðring í magann yfir þessum árafjölda. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér við hafa verið ótrúlega mikil börn þegar við giftum okkur (sem segir mér að ég er ekki svo gömul :) Við vorum bæði 21 árs og áttum 8 mánaða gamalt barn.par-gift

Það hefur gengið á með skini og skúrum þessi 20 ár okkar, eins og væntanlega hjá flestum :) en alltaf höfum við vitað að okkur væri ætlað að vera saman ALLTAF.  Við byrjuðum að "búa" í litlu kjallaraherbergi í Hraunbænum hjá Fríðu og Gústa, ömmu og afa Ágústar. Þetta voru 11 m² og þar höfðum við fataskáp, ísskáp, eldavél, "eldhússkáp", rúm, sjónvarp og græjur. Við bjuggum þar í heilt ár og fluttum ekki fyrr en í júlí '87 eða mánuði áður en ég átti Viðar. Við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir þar, fengum gesti og héldum afmæli o.m.fl.  ég skil það eiginlega ekki í dag... Við notuðum pínulítið klósett sem var á sameigninni frammi á gangi og þar vaskaði ég upp í vaski sem tók í mesta lagi 2 lítra af vatni hehe. Baðkar og sturtu nýttum við hjá Fríðu og Gústa. Hér fyrir neðan eru myndir úr herberginu... hrikalega fyndið :) Þið fyrirgefið mér bara fólk sem er á myndunum tíhíhí...

hraunbÚr Hraunbænum fórum við í litla 2ja herbergja íbúð á Ásvallagötunni vestur í bæ og vorum þar fram í feb. '88.  Mér leiddist soldið þar, langt í alla og ég labbaði alltaf alein um miðbæinn með vagninn minn. Okkur bauðst svo íbúð til leigu í Grundartanga í Mosó og fluttum þangað mjög glöð og sæl. Þar gátum við bara verið í eitt ár því sá sem átti íbúðina flutti sjálfur inn. En við eigum góða að og fengum að vera hjá bæði foreldrum mínum og tengdó, u.þ.b. tvo mánuði á hvorum stað þar til við fengum Krókabyggðina afhenta splunkunýja í maí '89.

Svona vorum við þá:

2008.03.26 19-02-57_0005  hahaha  bara fyndið Grin

 

 

 

 

 

 

En svona er settið núna:

par-hjolSegið svo að maður verði ekki bara meira töff með aldrinum  Whistling

 

 

 

 

 

Elsk'ykkur...   Hrafnhildur síunga :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vinir..... innilega til hamingju með daginn ykkar, ég og Gunni eigum líka pínulítið í þessum degi með ykkur því við eigum jú líka 22 ára samvistarafmæli .... munið þið þegar við vorum að rúnta í græna bílnum hans Ágústar hihihihi, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær ... úff ótrúlega fljótt að líða.  En við óskum ykkur bara aftur innilega til hamingju með daginn.

elskum ykkur, Þrúður, Gunni, Helga og Bogi

Þrúður (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:34

2 identicon

Innilega til hamingju með daginn. 20 ár er nú ekki svo mikið....! Man vel eftir deginum ykkar.

kv E

Erling (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:53

3 identicon

Til hamingju með daginn elskurnar. Ykkur hefur svo sannarlega verið ætlað að vera alltaf saman enda eruð þið frábær saman og varla hægt að minnast á annað ykkar án þess að minnast á hitt í leiðinni. Kíkið svo endilega í sveitina á hjólinu í sumar og við skreppum saman í hjólatúr, gaman saman. Guð blessi ykkur ríkulega í leik og starfi.

Kv. Erla

Erla Birgis (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:08

4 identicon

Innilega til hamingju með daginn elsku vinir!  þið eruð æði!

Þið voruð nú ekkert smá flott þarna fyrir 20+ árum - og já erum bara enn flottari núna - ég er stolt af því að geta kallað ykkur vini mína  :)

Elskjú!

Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:49

5 identicon

Innilega til hamingju með þennan merka áfanga. K.kv. Teddi.

Teddi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 07:08

6 identicon

Innilega til hamingju með daginn um daginn :)
Skemmtilegt að lesa svona smá sögu um ykkur!

Hafið það sem allra best!

kv. Íris E

Íris E (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 09:44

7 identicon

Til hamingju elskurnar mínar,

-Ja hjarna það er bara eins og hann  

Viðar sé við hliðina á þér á myndinni.

Ekkert smá líkir feðgarnir:)

LU

mamms

mamms (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:22

8 identicon

Kæru grannar!

Hjartanlega til hamingju með brúðkaupsafmælið. Það er deginum ljósara að þig yngist með hverju árinu sem líður, það er ekki nokkur spurning.

Hafið það sem allra best.

Með bestu kveðju,

Júlíana

Júlíana (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:27

9 identicon

Hæ hæ sæta frænka mín:)

 Til hamingju með daginn um daginn! Ekkert smá gaman að sjá myndirnar hérna að ofan (sumar eldri en ég svei mér þá:D)

 Og takk fyrir síðast - ótrúlega gaman að sjá þig...

 Þú ert frábær, 
 k. kv. Hrund:)

Hrund Erl. (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:32

10 identicon

Hæ hæ elsku sæta frænka mín:)

Hjartanlega mikið til hamingju með árin 20. Þið eruð alveg rosalega sæt saman og verðið bara sætari ef e-ð er:) En mikið rosalega er hann Viðar líkur pabba sínum:) Hafðu það gott og tak for sidst, alltaf gaman að sjá þig:) Arna frænka:):)

Arna Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:21

11 identicon

Jæjjjja....

Hætt að blogga????????

mamma (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:13

12 identicon

Segi eins og mamma þín, bara hætt að blogga??? Vona ekki því það er svo gaman að lesa skrifin þín svo upp með puttana .......  Kær kveðja úr sveitinni, Erlan

Erla Birgis (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:40

13 identicon

Hæ, ein ógeðslega sein :$ En innilega til hamingju með daginn ykkar um daginn :):)

Hlakka til að sjá þig næst skvísufrænka :)

Kveðja Eygló :)

Eygló (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:11

14 identicon

Sammála mömmu þinni og minni ;) Sakna þess að sjá ekkert nýtt ;)
kv. Íris hundakelling :)

Íris E (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:50

15 identicon

Blessuð Hrafnhildur. Ég var á net-rúntinum og rambaði á þessa líka fínu síðu hjá þér. Já þú ert kannski ung en nú fór ég fyrst að átta mig á því að maður eldist. Ég man nefnilega eftir þegar ég var "aðeins" minni og Rakel sagði okkur Elfu systur að þið Gústi væruð trúlofuð og hvað það væri. S.s. "þið væruð ákveðin í að vera saman alla ævi og gifta ykkur svo seinna" þetta var skilgreiningin á trúlofun frá litlu systur þinni. Mér finnst þetta vera svo stutt síðan því ég man svo vel eftir þessu :) En alla vega innilega til hamingju með hvort annað og hafið það sem allra best. P.s. bið að heilsa ormunum ykkar þremur sem ég var að kenna ;) Kveðja, Íris, vinkona Rakelar.

Íris Dröfn Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband