Flickrrrrr........

Ég er búin að finna mér nýtt áhugamál.  Það er að eyða ÖLLUM aukamínútum heima hjá mér (af því að þær eru nefnilega svo margar) í að fara yfir myndirnar í tölvunni minni og finna flottar myndir til að setja inn á flickr síðuna mína  Það má sko alveg gleyma sér við það :)  Og ekki skemmir að hlusta á flotta tónlist með.  Nú er ég nefnilega alveg að "fíla" Ernie Haase & Signature Sound.  Það er ekki einu sinni hægt að sitja kyrr við tölvuna :)

Við vorum með samfélagshóp hér hjá okkur í kvöld. Mjög huggulegt. Ég fékk hana Myllu vinkonu mína til að baka fyrir mig og hún bakaði þessa dýrindis spelt köku og vínarbrauð með sultu.  En það smakkaði enginn á þeim.  Ég nefnilega nennti að skera niður fullt af ávöxtum í dag, sem ég stráði svo vanillusykri yfir og bar síðan fram með rjóma og Síríus konsum súkkulaðispæni og það gerði þessa líka stormandi lukkuna :)  Jú, ég nennti líka að setja Doritos í skál og gera svona salsa og rjómaost í eldföstu móti... mmmm... enda var þetta tvennt það eina sem var borðað... ég skil það sko alveg. :)

Á morgun kemur nýr dagur og þá ætla ég að vera eldspræk og þið vonandi líka, njótið hans því hann er Guðs gjöf til ykkar.

Góða nótt
Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiii, hvað ég skil þig. Flickr er ávanabindandi algjörlega. Ég get svo auðveldlega gleymt mér þar bara við að skoða, kommenta og setja inn myndir á mína síðu. Hrikalega skemmtilegt áhugamál. Svo er svooo gaman að fara út og reyna að ná góðum myndum af hinu og þessu. Fá svo athugasemdir og læra þannig að gera enn betur. BARA gaman :)

Og já, doritos með svona salsa og rjómaosti er hættulega gott, ef maður byrjar hættir maður ekkert fyrr en það er búið, hehe :)

Hafðu það annars gott, kv. Íris

Íris E (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:09

2 identicon

Mín hefur ekki heyrt um flicr síður hvað er það????

Endilega tell me 

og ég skil einmitt mikið vel að fólk vilji ekki speltbrauð og eitthvað álika hollustu ussss ekki fyrir mig.

Óskin (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:42

3 identicon

Uhumm, hvernig væri að fara að blogga smá?????

mamms

mamms (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband