17.2.2008 | 13:35
Bækur
Mér hefur alltaf fundist gaman að lesa bækur. Ég las ógrynni af Rauðu ástarsögunum þegar ég var unglingur, ég meira að segja stalst til að lesa þær þegar ég átti að vera að lesa undir samræmdu prófin á sínum tíma... uss uss... Ég las ekki bara ástarsögur heldur las ég bara það sem mér datt í hug. Ég las allar "Fimm" bækurnar, Ævintýrabækurnar, Dularfullu bækurnar, Beverly Gray o.m.fl. Svo einhvern vegin þegar ég var að ala börnin mín upp, þ.e. þegar þau voru lítil og fyrirferðamikil þá bara las ég aldrei neitt. Kannski var það líka vegna þess að Krókabyggðin var svo lítil og þröng að ég hafði aldrei pláss fyrir bókahillur. Mér fannst ég eiga FULLT af bókum sem komust hvergi fyrir. Svo fluttum við hingað í Brekkutangann og ég hlakkaði svooo til að setja upp margar bókahillur og koma öllum bókunum mínum fyrir í mörgum bókahillum. Ég átti eina og fékk síðan tvær í viðbót eftir að amma og afi Ágústar dóu í fyrra. En... svo í mikilli tilhlökkun sótti ég ALLA bókakassana mína og vitið þið hvað?... Ég náði ekki einu sinni að fylla eina bókahillu Svo að ég gjörsamlega missti mig í að kaupa gamlar bækur á flóamörkuðum og svoleiðis. Svo var ég svo einstaklega heppin að kona sem var að vinna með mér á leikskólanum var að flytja, og hún átti sko heilt risastórt bókaherbergi í húsinu sínu og var í vandræðum með allar þessar bækur. Hún gaf mér hvorki meira né minna en u.þ.b. 300 bækur! Nú á ég 4 bókahillur fullar af bókum. Ég er líka farin að vera miklu duglegri að lesa bækur, annað hvort hef ég meiri tíma eða ég nota tímann þegar ég ætti að vera að gera eitthvað annað til þess að lesa :) Allavega er ég búin að lesa nokkrar bækur núna í vetur og var að klára bókina "Einhvers konar ég" sem Þráinn Bertelsson skrifar um uppvaxtarárin sín. Og þetta er alveg meiriháttar bók.
Í gær skrapp ég í bæinn með Lilju og þegar við vorum að tala um bækur datt okkur í hug að kíkja í Kolaportið. Ég gæti sko alveg mætt þar kl 11 og verið alveg til kl. 17 BARA að skoða bækur. Ég gæti alveg misst mig þar. Og það besta við það að á flestum stöðum er hægt að fá bækurnar á 100-200 kall! Geðveikt. Það fyndnasta við þetta að notaðar gamlar bækur heilla mig miklu meira en nýjar bækur. Er einhver sjálfboðaliði sem vill koma með mér þangað við tækifæri? ;)
Ég er líka áskrifandi af Ísfólksbókunum og mér finnst rosalega gaman að lesa þær.
Við Ágúst erum í tveimur samfélagshópum núna. Annar hittist annan hvern fimmtudag en hinn einu sinni í mánuði. Í þeim erum við að lesa saman bók sem heitir "Tilgangsríkt líf" og er mjög góð. Hún hjálpar manni svona að finna hlutverk sitt í þessum harða heimi. Ég mæli með henni líka :)
Jæja krúttlur... þar til næst...
Hrafnhildur
Athugasemdir
Já, ég skil þetta með lesturinn... Ég var svona þegar ég var ung og unglingur - las og las og las - man að ég var búin með allar bækurnar sem voru í unglingadeildinni, nema strákabækurnar ;) -- en er enn á sama skeiði og þú varst í Krókabyggðinni, er ekki að lesa af sömu áfergju núna (nema las ALLAR ísfólksbækurnar í fyrra).
En...ég ætla ekki að bjóða mig fram í Kolaportið - mér verður flökurt og fæ mígreni þegar ég fer þangað :)
Takk fyrir skemmtilegt blogg krúttlan þín
Hafrún Ósk
Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.