Enn einu sinni...

...tannlæknir.  Ég hef aldrei verið með kvíða yfir tannlæknaheimsóknum en í nótt og í morgun leið mér bara hálfilla, ónot í maganum og svona, bara af því að ég var að fara til tannlæknis!  Guðrún, yfirmaður minn, sagði að það væri nú bara af því að þessi tannlæknir væri búinn að fara svo illa með mig.  Það er soldið til í því... eða ég bara óheppin. Í morgun fór ég sem sagt til tannlæknis því í haust þegar hann reif úr mér tönn og var að dunda sér við að plokka einhvern tannstein meðan hann beið eftir að deyfingin virkaði þá braut hann aðeins upp úr annarri tönn og sagði að við skyldum bara laga það næst.  Eftirköstin eftir þennan tannúrdrátt urðu svo vond að ég fór ekkert "næst"  :)  En þetta var farið að angra mig og ég var komin með einhvern óþægilegan verk öðru hvoru svo ég vaaaaaaaaarð að fara til hans.  Hann klappaði mér á kollinn og hló að mér þegar ég herpti saman varirnar og hleypti honum ekki upp í munninn á mér, svo deyfði hann mig vel og hann lagaði tönnina án nokkurra vandkvæða.  Ég held bara að þetta sé í fyrsta sinn í nokkur ár sem mér líður bara ágætlega sama kvöld og ég fór til tannlæknis!  Undur og stórmerki ;)

Að öðru leyti er bara allt fínt að frétta af Brekkutangagenginu.

Ég er að lesa bók eftir Þráinn Bertelsson sem heitir "Einhvers konar ég" Þetta eru stuttar sögur úr endurminningabankanum hans og ég ráðlegg öllum að lesa þessa bók. Frábær lesning.  Og nú ætla ég einmitt að hætta í tölvunni og halda áfram að lesa.

Elskið friðinn...     Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með það !!

Ekki smá gott að geta liðið "ekki illa" eftir tannlæknaheimsóknir ;) - ég skil þig samt svo vel, mér leiðast tannlæknar.

LU
YourSis

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:38

2 identicon

Vá !! Þú ert aldeilis búin að vera dugleg að blogga, ég er greinilega ekki nógu dugleg að kíkja hérna inn :P 

En þetta eru nú búin að vera meiri veikindin og tannlæknaferðirnar og svona miður skemmtilegt í gangi hjá þér... en gott þó að baunasúpan var góð haha - vildi að ég hefði komist með, maður sér ykkur svo rosalega sjaldan !

Verðum að bæta úr þessu alle sammen... svo fer auðvitað bara að styttast í sumarið ! Líður allt eins og ég veit ekki hvað

En já segjum þetta gott í bili... best að fara að sofa klukkan er orðin 4 , Maggi hrýtur hérna við hliðiná mér, var að koma af árshátíð haha

Þú ert yndi Hrafnhildur :)

Bestu kveðjur

Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband