Hahaha...

Þarna gabbaði ég ykkur, ég er viss um að þið hélduð að ég væri sprungin Grin 

Saltkjötið og baunasúpan hjá mömmu var himneskt! Og ég borðaði svooo mikið að það munaði engu að ég springi, grínlaust. Wink Það var líka rosalega gaman að hittast svona öll og borða saman og spjalla á eftir og ekki spillir þegar Maggi kemur með gítarinn og spilar fyrir okkur.  Mér finnst frábært hjá þér Hafrún að ætla að endurvekja súpukvöldin okkar, ég hlakka geggjað til!

Þetta er búið að vera fín helgi...  Í gær fór Ágúst að vinna og ég vann í heimasíðu á meðan. Við skúbbuðum svo hreingerningu af þegar hann kom heim og fengum okkur grísaskanka í matinn, ég hélt ég væri að elda ágætismat... en, almáttugur... ég eldaði þetta í tvo tíma en þetta var eins og gúmmí!... ekki einu sinni svo gott að það væri eins og tyggjó, maður bara komst ekki í gegnum þetta!!!  úfff... kaupi aldrei svona aftur hehe. En svo áttum við kósí kvöld alein heima því allir krakkarnir fóru eitthvað á flakk. ´

Deginum í dag er ég búin að eyða í að sortera geisladiska... það er víst til nokkur hundruð af þeim hér ef ekki þúsund... W00t Náði ekki einu sinn að klára áður en við fórum á samkomu. Ljúf samkoma, lofgjörð í klukkutíma og engar auglýsingar og engin ræða :)  Frábært.  Við fórum svo heim til Lilju og Óskars eftir samkomuna til að taka myndir af hvolpunum þeirra sem eignast ný heimili í komandi viku.  Þau buðu okkur í mat og svo fórum við bara heim. Voða smúkt ;)

 Jæja... ég bið að heilsa að sinni...

Hrafnhildur... sem er enn í heilu lagi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þrúður Finnbogadóttir

Ég samgleðst þér að borða svona góðan mat og eiga svona yndislega fjölskyldu og vera besta vinkona mín hehehe

Haltu áfram að vera eins og þú ert, elska þig.

þín vinkona Þrúður

Þrúður Finnbogadóttir, 12.2.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband