5.2.2008 | 17:15
Saltkjöt og baunir... túkall!
Jiii.... ég hlakka svo til á eftir. Ég og mín fjallafjölskylda erum að fara í mat til mömmu og pabba í saltkjöt og baunir. Ég hef löngum verið matargat og elska svona gamaldags sveitamat...mmmm...
Mamma var svo yndisleg að bjóða okkur öllum systkinunum og fjölskyldum í mat í kvöld. Það verða að vísu smá afföll því það eru ótrúleg veikindi alls staðar! Ég er að skríða upp úr lungnabólgu, ekki alveg orðin góð en ágæt samt. Viðar kom heim úr vinnunni í gær hundslappur og vaknaði svo í morgun með bullandi hita. Sigrún hans Magga er líka lasin svo við verðum án þeirra að slurpa í okkur baunasúpu a la mamma.
úfff... veit ekkert hvað ég á að segja meira.... Kannski spring ég í kvöld af saltkjötsáti svo ég bið að heilsa að sinni... læt vita af mér ef ég lifi af...
Hrafnhildur
Athugasemdir
Hæ hæ
Var einmitt að rúlla heim frá mömmu núna, geggjað gaman að hittast svona öll... (næstum öll allavega)
Súpukvöldið endurvakið hjá mér á miðvikudaginn næsta (e. 8 daga) :)
LUvYa
Hafrún Ósk
Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:04
Hæ hæ frænka mín :)
Er svo sammála þér með vona gamaldags mat. Finnst saltkjötið æðislegt, alltaf þegar ég var spurð hvað væri uppáhaldsmaturinn minn, þegar ég var lítil, þá var það alltaf saltkjöt en ég hef þó ekki lært að borða baunasúpu, borða bara saltkjöt, kartöflur og uppstúf :)
En annars leiðinlegt að heyra með lungnabólguna, vonandi ertu búin að ná þér alveg núna!
Hafðu það súper gott :) Og já, var að sjá að þú ert komin með flickr síðu, var að skoða og addaði þér hjá mér ;) Þetta flickr dæmi er alveg ávanabindandi :)
Sjúamst!
Íris E (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.