27.1.2008 | 11:11
Spaug
Ég horfði á Spaugstofuna í gær og það var í fyrsta sinn í óralangan tíma. Atburðir vikunnar buðu upp á að þeir myndu brillera vinir okkar í spauginu. Mér var hins vegar ekki skemmt. Ég er kannski vælukjói eins og Björn Ingi er talinn vera en mér fannst þetta alltof mikið af persónulegum leiðindum. Það eina sem ég fann eftir þáttinn var að ég vorkenndi mönnunum sem voru teknir fyrir (persónunum en ekki pólitíkusunum) og þá sérstaklega Birni Inga og Ólafi F. Mér fannst Spaugstofumenn fara offari "gríninu" Ef eitthvað er einelti þá finnst mér þetta vera það. Þótt þeir haldi úti þætti sem gerir út á að gera grín að fólki í fréttum þá finnst mér það ekki réttlæta svona. Ef þetta hefðu verið krakkar í skóla þá hefði þetta verið stórmál!
Ég varð bara að koma þessari skoðun minni á framfæri. Vona að fleiri séu á sama máli.
Athugasemdir
Ég er sammála þér. Að mínu mati hafa pólitíkusar misst tiltrú fólks með svona framkomu en það réttlætir ekki að gert sér grín að sjúkdómum þeirra og ég yrði ekki hissa þótt það yrðu eftirmálar af þessum þætti. Það getur enginn að því gert að veikjast af geðsjúkdómum frekar en öðrum en þeir sjúklingar eru líka miklu viðkvæmari fyrir svona gríni en aðrir. Auðvitað ætti Ólafur ekki að vera með þennan feluleik með hvað amaði að honum en það réttlætir engan veginn svona þátt. Annars hafðu það gott kæra "frænka" alltaf gaman að lesa skrifin þín svo vertu dugleg að blogga. Rokkveðja frá Selfossi, Erla
Erla Birgis (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:08
Vá hvað ég er sammála ykkur!! Þeir gengu alltof langt í þessum þætti og mér stökk ekki bros á vör og er alveg viss um að það verða einhverjir eftirmálar af þessu "gríni"!
Hafðu það gott sæta frænka og vonandi hittumst við sem fyrst :)
Kveðja Eygló frænka
Eygló frænka (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.