Helgin

Hæ fólk...  ég vil bara minna ykkur á hvað mér þykir vænt um ykkur öll. :)

Við erum búin að eiga voða ljúfa helgi. Ágúst er að smíða kerru til að hengja aftan í bílinn og var allan laugardaginn hjá vini sínum í næstu götu að klambra þessu saman. Nú vantar bara að fá gorma eða nýjar fjaðrir á hana því þessar fjaðrir sem fyrir eru bera ekki mikið.

Ég var helling að vinna í heimasíðum... tveir leikskólar og svo ljósmyndasíðan okkar hafa setið lengi á hakanum.  Ég var sem sagt að setja fullt af "nýjum" myndum inn á www.ljosmyndir.tk  Nýjum innan gæsalappa því þær eru mest frá því í sumar og eru því ekki splunkunýteknar en nýjar á vefnum Tounge Ég ætla að reyna að vera duglegri að gera þetta jafnóðum frekar en að þurfa að gera þetta svona í skorpum.

Maggi bróðir átti afmæli í gær, 25 ára kallinn, til hamingju með það kæri bró Wizard Við tókum okkur saman, mamma og pabbi og við allar systurnar og gáfum honum 12 strengja gítar, sem var btw efst á óskalistanum :)  Hann varð auðvitað himinlifandi með það og spilaði fyrir okkur í partýinu sem við höfðum fyrir hann í dag. Það var svona Pot lock partý heima hjá ma og pa, allir komu með kökur með sér enda var NÓG að borða :) mmmm...

Ég er búin að ákveða að fara á Reef'n'beef staðinn í Köben og ætla að panta borð á eftir.  Hlakka geðveikt til. Nú ætlum við fjölskyldan að horfa saman á bíómynd, skjáumst næst!

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir líka óendanlega mikið vænt um þig snúllan mín!

Gaman að skoða myndirnar  - en já frekar gamlar ...  "gamalt og gott"

Til hamingju með litla bróa - 25? ertu ekki að meina 15 ? lol

Elskjú

Guðbjörg 

Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:53

2 identicon

Jæja það er aldeilis að það losnaði um bloggstífluna hehehe .... alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín vinkona góð og núna ætla ég að fara að skoða þessar myndir

Heyri í þér fljótlega snúllan mín

þín vinkona Þrúður

Þrúður (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 19:35

3 identicon

Já og ég gleymdi að ég segja að mér þykir líka einnig óskaplega vænt um þig elsku vinkona.

Þrúður

Þrúður (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Hrafnhildur Sigurhansdóttir

Takk fyrir dúllurnar mínar.

Ég tók eftir að hlekkurinn á Reef'n'beef virkaði ekki... en ég er búin að laga... :) 

Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 15.1.2008 kl. 11:03

5 identicon

Geturðu keypt einn kengúruborgara handa mér......

Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:15

6 identicon

Lovjútú

Eigðu yndislega helgi í Köben

Hafrún

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:52

7 identicon

Smá innlitskvitt gaman að lesa bloggið þitt.

Kveðja Inga í Björtuhlíð

Inga (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 14:08

8 identicon

Ég er alltaf svo seinn að lesa  :)  Takk fyrir afmæliskveðjuna ;)

 og takk fyrir gítarinn!!!! Ég er svo ótrúlega ánægður og þakklátur ykkur öllum að ég á ekki til orð yfir það

Láttu þér nú batna elsku sys og takk fyrir allt

 kv. Maggi

Maggi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband