9.1.2008 | 20:45
Rútína
Nú er allt að falla í rútínu á heimilinu eftir langt og gott frí, ég er fegin því. Það sem af er þessari viku hefur liðið ótrúlega hratt. Haukur og Margrét byrjuðu bæði í skólanum í gær. Margrét fékk mjög góða stundatöflu en Hauks tímar eru út um allt alla daga. Honum er samt nokk sama því hann er núna kominn í stjórn nemendafélagsins og hefur alltaf nóg að gera í því þegar það eru eyður og ef hann er sáttur þá er ég sátt ;)
Þessa dagana er ég að velta mikið fyrir mér hvort ég eigi aftur að vera Alfaliði á Alfanámskeiðunum í Fíladelfíu og ég er alveg hrikalega óákveðin. Annan daginn er ég ákveðin í að vera Alfaliði en hinn daginn ekki. Við erum núna búin að vera samfellt á Alfa í eitt og hálft ár og það er svo margt alltaf um að vera í kirkjunni að maður verður óvart ótrúlega upptekinn alltaf. Það var líka verið að biðja Ágúst um að taka að sér ákveðið verkefni og það er alltaf á mánudagskvöldum, súpu og brauðkvöldin eru svo alltaf á miðvikudögum. Ég er einhvern veginn hrædd um að verða of upptekin.... æ, ég er stórskrítin, ég veit...
Eins og margir vita keypti Ágúst sér mótorhjól í haust... nei, annars... Ágúst á svo ótrúlega góða konu sem gaf honum mótorhjól í fertugsafmælisgjöf (þetta hljómar miklu flottara svona :) og í framhaldi af því sótti hann um inngöngu í Trúboðana sem er kristilegur bifhjólaklúbbur. Hann fékk inngöngu og er nú á fyrsta fundinum sínum þar, ótrúlega fyndið hvað hann var spenntur fyrir því hehe. Ég var að spá í að fara niður í kirkju í kvöld því það er bænavika og í kvöld á að vera soaking, ég bara fór með krökkunum í bæinn eftir vinnu til að klára að kaupa skólabækur og ég hreinlega nennti ekki að fara út aftur. Ég er viss um að ég sé eftir því þegar ég heyri í Lilju á morgun... ohh... en það verður að hafa það.
Á föstudaginn í næstu viku förum við Ágúst til kóngsins Köbenhavn og svei mér ef ég er ekki bara farin að hlakka til strax. Við verðum á hóteli á besta stað í bænum eða alveg við Rådhuspladsen sem heitir The Square hotel. Ég ætla ekki að eyða neinum peningum í þessari ferð (sennilega vegna þess að þeir eru ekki til hehe) bara njóta þess að vera þarna og skoða mig um. Kíki kannski á þennan veitingastað sem ég hef heyrt Erling og Erlu tala um... Reef´n beef minnir mig hann heiti, þarf að fá meiri upplýsingar um hann :) Við höfum ekki langan tíma í Köben samt, förum út á föstudagsmorgninum og komum heim á sunnudagskvöldinu. Árshátíðin verður á laugardagskvöldinu svo þessi ástralski verður að vera á fös... Jiii... hlakka helling til
Það eru ótrúlega margir að fara til útlanda núna... yfirmaður minn fer í fyrramálið til Glasgow, ég fer í næstu viku til DK, Hafrún er að fara til Orlando og Rakel er að fara tvær eða þrjár ferðir núna í jan og feb... skemmtilegt :)
Já og jæja... nú er ég búin að kreista út úr mér eitthvað bull... (er að reyna að vera dugleg að blogga sko :)
Skjáumst næst!
Hrafnhildur
Athugasemdir
Ohhh ég trúi ekki að við förum ekki á Alfa........
Það verður æðislegt hjá ykkur í köben.....
Elskjú
Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:35
Það er ekki öll nótt úti enn
Elskjútú
Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 9.1.2008 kl. 22:52
Hæ skvís og velkomin í bloggheima á ný. Köben er æði, ég hreinlega elska þessa borg. Endilega kíkið á Reef and beef en það borgar sig fyrir þig að panta borð fyrirfram www.reefandbeef.dk Hann er bara í svona 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu ykkar. Ég hvet ykkur til að panta ykkur eitthvað framandi þarna, það er nóg af stöðum sem selja þetta venjulega nautakjöt. Ég held við séum búin að smakka flest þarna og allt var mjög gott. Svo eru þeir stundum með þetta japanska nautakjöt, wagau held ég það heiti. Allavega, skemmtið ykkur mjög vel og njótið þess að vera til. "Believe it or not" Ripleys safnið er svo mjög skemmtilegt og það er líka við Ráðhústorgið, mæli með heimsókn þangað ef þið hafið tíma. Sjáumst svo vonandi fljótlega. Kv. Erlan
Erla (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:32
Ég held að ég hafi farið á þennan stað í mars sl. - þá borðaði ég Emúa, Krókódíl og Kengúru - held að þetta sé sá staður... ROSA góður matur :) - og þeir vita að þú ert íslendingur ef þú vilt koma eftir kl. 9 á kvöldin :)
Annars, eigiði geggjað góða ferð !!
HafrúnÓsk
Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:51
Rosalega var gaman að kíkja hér inn og sjá nýja færslu! En mikið skil ég samt hugsunina um að verða of upptekin. Það er voða gaman að taka þátt en maður verður líka að passa að eiga tíma fyrir sjálfan sig og fjölskyldu.
En skemmtu þér rosa vel í Köben. Væri alveg til í að vera að fara þangað ;)
Kær kveðja frá mér til þín og þinna ;)
Íris frænka
Íris frænka (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.