6.5.2008 | 17:01
Eurovision NÖRD ... Ljósmyndadellukjáni
Váá... ég hef aldrei fengið svona mörg comment! Takk takk allir! Ég er nokkrum sinnum búin að setjast niður og byrja að blogga en tekst aldrei að pikka nema nokkrar línur. Ég hef þó vistað það og ætla bara að demba því út núna þó það sé "old news" :)
#1
Ég er algjör Eurovision nörd. Alltaf þegar kemur í apríl á hverju ári þá fer ég að spila endalaust Eurovision lög (ég á þau öll frá upphafi) Ég er samt ekki svona statistics nörd því ég man ekkert voða mikið um hver syngur hvað og hvenær hehe. Samt svona aðeins. Uppáhalds eurovision lagið mitt EVER er t.d. Króatía 1998 sem er Neka mi ne Svane með Danijelu. Það er BARA flott lag. http://youtube.com/watch?v=AFNSqv_-eUA Svo voru keppnirnar árin 2001, 2002 og 2003 mjög góðar. Fullt af góðum lögum þar. Við Hafrún eigum þennan nördaskap sameiginlegan nema hún er miklu duglegri en ég að muna ártöl ofl. Ég er alveg vonlaus í því. Margrét mín virðist líka hafa þetta í genunum því hún er alltaf að hlusta á þessi lög. Hún hefur samt engan áhuga fyrir að vita neitt um keppnirnar, finnst þetta bara skemmtileg lög :)
#2
Viðar fór á árshátíð Öryggismiðstöðvarinnar um daginn sem haldin var á Stykkishólmi. Hann og vinir hans í vinnunni voru með skemmtiatriði... og það var einmitt Eurovision lag sem þeir tóku... og unnu! haha.. það var frábært. Þeir tóku lagið Eurovísa með Botnleðju nema þeir breyttu aðeins textanum. Það var afhentur bikar og allt... :)
#3
Ég er líka annars konar nörd... ég er alveg að verða fíkill í að taka ljósmyndir. Verst er þó hvað það er lítill tími... eða kannski ég ekki nógu klár að skipuleggja hann... hmm.. Allavega er ég núna á ljósmyndanámskeiði... sem því miður lendir á sömu kvöldum og ég á að vera á hjóna-alfa, en ég vinn bara heimavinnu þar :) Ég var svo heppin að sú sem sér að mestu leyti um heimasíðu Mosfellsbæjar vildi fara að læra eitthvað um ljósmyndun og ljósmyndameðferð og ég er í heimasíðunefnd... og hún vildi endilega að við færum saman... og bærinn borgar :)
... núna er ég nýkomin heim úr vinnunni og ætla að hvíla mig aðeins, ég er líklega með eitthvað ojoj í kinnholunum svo ég er með dúndrandi höfuðverk og er að drepast úr vöðvabólgu hægra megin. Vöðvabólgan segir nú örugglega svona mikið til sín í dag því við hjónin vorum að veiða ALLAN sunnudaginn. Við byrjuðum á því að fara á Þingvelli... í hífandi roki og við vorum einu hálfvitarnir sem létum okkur detta í hug að reyna að veiða í þessu veðri. Þegar við vorum farin að fjúka sjálf ákváðum við að fara í bæinn en þegar þangað kom vorum við enn í veiðistuði og renndum að Reynisvatni þar sem frúin á bænum setti í 3 fiska en bóndinn engan... ég leyfði honum þó að draga þann síðasta... tíhíhí...
Jæja... dóttlan mín er með fiðrildi í maganum yfir einhverjum "gaur" og nær ekki að einbeita sér að prófalestri... verð að gera eitthvað í þessu...
Vona að ég verði duglegri að blogga á næstunni.
Tschüss! Hrafnhildur
Athugasemdir
Jeeeiii LOKSINS nýtt blogg hjá þér elsku frænka:)
Alltaf gaman að lesa hvað þú hefur að segja!
Lots of love...
-Hrund frænka
Hrund frænka! (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 12:39
Já, Eurovision alveg að koma :) - ég hlakka mjög til, eins og alltaf,, en þú talar um statistík, ég er orðin voða léleg í því núna í seinni tíð, man ekki frá hvaða landi hvaða lag er eða hvaða ár það kom - það er komið of mikið á harða diskinn (hausinn) svo ég næ ekki að flokka þetta lengur :) En ég þekki Eurovision lögin þó frá öðrum...
En, gaman að fá fréttir af þér og þínum í netheimum... LU
Hafrún Ósk
Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:58
Sælar dúllan mín
Júróvisíon er bara æði og ég hlakka mikið til það er alltaf svo mikil stemmning á þessu kvöldi jafnvel þó Ísland sé ekki að keppa. Ég til dæmis skammaðist mín fyrir að vera Ísl. þegar Silvía Nótt keppti djö dóna og asnaskapurinn hjá henni þarna.
kv. Ósk
Óskin (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:12
Já.......það er víst ákveðin hátíð að horfa á júróvísíon, maður fer í réttar stellingar með snakk og kók eða réttara sagt kristal (allavega núorðið) og horfir á alveg dolfallinn, stundum segir maður nei nei nei þetta lag kemst ekki langt eða þá að þetta lag verður ofarlega og setur sjálfan sig í dómarasætið hehe og núna eru þetta hvað .... 3 dagar ? ekki leiðinlegt
En það var gaman að og er alltaf gaman að lesa bloggin þín kæra vinkona
kveðja Þrúður
Þrúður Finnbogadóttir, 11.5.2008 kl. 12:32
Gaman að lesa nýja færslu hjá þér ;) Saknaði þess að sjá þig ekki í afmælinu hennar ömmu.
Annars skil ég vel þennan ljósmyndaáhuga, þetta er alveg ávanabindandi að taka myndir. Væri svo rosa gaman ef þú skelltir einhverju af þessu inná flickr svo við getum séð árangurinn ;)
kv. Íris
Íris E (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.