4.10.2007 | 20:02
Ég er...
...gallagripur Ég þurfti eina ferðina enn að láta rífa úr mér jaxl. Það er eitthvað við þessar tennur mínar... þær vilja hreinlega ekki úr mér! Allavega var tannlæknirinn í sléttan klukkutíma að hamast við að ná tönninni úr... um tíma hélt ég að hann væri að rífa mig úr kjálkalið! Hann stóð yfir mér og spyrnti í stólinn og nötraði af átaki... ég þurfti um tíma að halda við kjálkann svo hann færi ekki úr lið. Þetta gekk nú á endanum eftir að hann hafði fræst rótina alveg niður í botn nánast og eftir þetta er heill gígur í munninum á mér. Ég er líka helling bólgin og þurfti að fá pensillín til vonar og vara. Ég lét þetta nú samt ekki stoppa mig í að fara á "súpu og brauð" niður í kirkju. Mér þykir svo vænt um að systur mínar eru farnar að koma með börnin sín á þessa fjölskyldusamveru. Krakkarnir fara svo í Royal Rangers, sem er kristilegt skátastarf, á meðan við fullorðna fólkið hlustum á biblíulestur. Lesturinn var fróðlegur í gær en samt frekar þungur. Emil, Almar og Ásta eru sko alveg að fíla þetta. Eydís sat hjá okkur á lestrinum og var svo stillt og góð að undrun sætti! Enda algjör krúttbunki. Guðbjörg vinkona mín er líka að koma með strákinn sinn og hann er alsæll í skátunum :)
Við höfum ekki alveg setið auðum höndum síðustu daga og vikur. Í kvöld er t.d. fyrsta kvöldið í vikunni sem ég er heima! Á mánudaginn var safnaðarfundur í kirkjunni og var hann ansi fróðlegur. Eitthvað er á teikniborðinu að byggja nýja kirkju og selja Fíladelfíu! Fyrst var ég alveg hissa á að fólk skyldi hugsa um þetta hvað þá meira en svo er ég bara orðin nokkuð sammála öllu sem kom fram. Þessi kirkja er eiginlega löngu sprungin hvað varðar pláss fyrir allt sem er gert þar. Sem dæmi má nefna voru 170 manns á Alfa í síðustu viku og hafa aldrei verið fleiri! Við erum Alfaliðar á Alfa 1 og það er bara nokkuð spennandi, ég mæli sko með því við alla að fara á svona námskeið. Mjög gaman að vera svona partur af þessu. Á þriðjudaginn vorum við sem sagt á Alfa :) Í gærkvöldi fórum við svo eins og áður sagði á súpu og brauð og svo beint þaðan í heimahóp. Ég er sko búin að hlakka til í allan dag að þurfa ekki að fara neitt í kvöld :)
Mosfellsbær vann málið sem ég þurfti að vera vitni í um daginn... (sjá frétt) mér létti helling... var búin að sjá fyrir mér fyrirsögnina: "Vitnisburður launafulltrúa varð til þess að Mosfellsbær tapaði máli..." hehe svona er maður taugaveiklaður. En... allt er gott sem endar vel.
Jæja, nú þarf ég að halda áfram að vinna... er að uppfæra heimasíðu Hlaðhamra... :)
Farið varlega elskurnar mínar...
Hrafnhildur
Athugasemdir
Til hamingju með að málið vannst á vitnisburði þínum.
Gaman að heyra hvað þið systurnar eruð að gera með barnabörnumun mínum:)
mamms
mamma (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:41
Þetta finnst mér alltaf svo sérstakt "málskostnaður fellur niður". Kallinn fer í mál við bæinn og bærinn er sýknaður en þarf samt að bera lögfræðikostnað af málimu. Ég yrði ekki parhrifin ef einhver færi í mál við mig og ég yrði sýknuð en þyrfti að greiða hellings kostnað útaf málinu.
En svona fyrir utan það þá er alltaf gaman að lesa bloggið þitt og ég er algjörlega viss um að þú hafir staðið þið rosa vel sem vitni í málinu ;)
Hafðu það súper gott :)
Þín frænka Íris
Íris E (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 22:28
hæ hæ vildi bara kvitta fyrir komuna og segja þér í leiðinni að þú er æðisleg, ég gæti ekki átt betri vinkonu, þó svo að við séum ekki á sömu línu í einu máli hehe þá er ég svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér því þú ert sú eina sem ég segi allt og veist held ég allt um mig og ef ég væri jafn trúuð og þú þá myndi ég þakka Guði á hverjum degi fyrir vináttu okkar
Vinkonukveðja til þín frá mér ... Þrúður
Þrúður Finnbogadóttir, 6.10.2007 kl. 21:30
Sæl frænka!!
Ég sé að ég er alveg úti á túni að vera ekki að blogga, sé að því sem næst ÖLL föðurfjölskyldan bloggar!! En hvað um það, þar sem ég Á AÐ VERA AÐ LÆRA, þá er alveg tilvalið að skoða bloggin hjá ættingjnum (er það ekki annars?). Ég sé að það er nóg um að vera hjá þér á öllum vígstöðvum, í kirkjunni, í réttarsalnum, barnauppeldinu o.s.frv. ;o)
Bið að heilsa öllum og hlakka til matarboðsins góða (eruð þið byrjuð að setja saman matseðilinn?)
Knús, Júlíana
Júlíana (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 12:10
Hæ elsku dúllan mín
Heyrðu.... sá ég ekki "Vitnisburður launafulltrúa varð til þess að Mosfellsbær tapaði máli..." í DV um daginn....???? hehehe Mosfellsbær vann að sjálfsögðu bara út á þig!
Það eru forréttindi að fá að koma með þér í kirkjuna þína og vera í kringum þig!
Luv jú
Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.