Hvíl í friði Leiru-Þula

Sennilega er nú kominn tími til að segja ykkur frá því að hún Þula okkar er farin til himna Crying.  Hún kvaddi þennan heim föstudaginn 27. júní.  Blessuð sé minning hennar. Hún var yndisleg tík sem náði aldrei að njóta lífsins eins og Labrador hundar eiga að gera.  Hún var alltaf bundin í taum þegar hún fór út fyrir hússins dyr og fékk aldrei að hlaupa um og leika sér. Í restina var hún orðin mjög aum greyið og það kom fyrir að hún lá í bælinu sínu og vældi bara umlaði því henni var svo illt í fótunum.  Langt og leiðinlegt ferli fór í gang þegar við tókum þá ákvörðun að best væri að hún fengi að fara og ætla ég ekki að tíunda það hér.  Það endaði þó vel.

Sumarið er búið að vera gott við mig og mína fjallafjölskyldu.  Við erum á fullu í pallagerð í garðinum okkar og það gengur hægt en örugglega :)  Krakkarnir okkar hafa verið rosalega dugleg að hjálpa okkur og fólk hefur orð á því að það sé ekki mjög algengt að sjá 16 ára unglinga með hamar og nagla eða skóflu og hjólbörur að hjálpa foreldrum sínum.  Ég er óendanlega þakklát fyrir þau.
Það er búið að gera grindina og nú er verið að pæla í lögnum og snúrum fyrir rafmagn og vatn.  Rafmagnið fyrir ljósum og vatnið fyrir heita pottinn :)  Við erum búin að kaupa efnið til að klæða gólfið og það bíður bara eftir því að við gefum okkur tíma í það.

Við erum bara búin að fara í eina útilegu í sumar. Það var síðasta helgin í júní og þá var stórfjölskylduhittingur Ágústar megin.  Fjölskyldan mín var stærri en venjulega því Grétar, kærasti Margrétar...  (jájá... tilvonandi tengdasonur... úffff þarna fékk ég svona "seinni-hálfleiks-hroll)  Gasp kom með og líka Guðjón, besti vinur Hauks.  Þetta eru drengir sem okkur Ágústi þykir afskaplega vænt um og eru orðnir hluti af fjölskyldunni :)  Fyrri nóttina sváfum við hvorki meira né minna en 8 stk í fellihýsinu og þá seinni vorum við 7 því Viðar fór heim á laugardeginum.  Mjög gaman bara.  Það var hellings rok þessa helgi en við vorum heppin með tjaldsvæði, vorum í fínu skjóli.

Við hjónin erum bara búin að taka eina viku í sumarfrí, það var í miðjum júní.  Ágúst kemst ekkert frá sinni vinnu fyrr en eftir verslunarmannahelgina þannig að þá verður fríið okkar bara í ágúst.  Ég tek undir gullvæga setningu sem ég sá á msn hjá henni Eygló frænku minni;  Bið er aldrei löng þegar hún er afstaðin.  Frábær lína.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, knús og kram út í lífið.

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þið fáið okkar dýpstu samúðarkveðjur frá okkur Andra - vitum samt að henni líður örugglega vel núna -þar sem hún er.  

Já þið megið sko vera stolt af ykkar "börnum"  (orðin fullorðin) - þau eru sko frábær!

hmmm  á eftir kærasta kemur - ömmu/afa BARN....   hahahahahahaha 

(en annars er ég í sjokki - minn orðinn 12....  híhíh´hí)

Er farin að sakna þín rosalega og fer að vanta alvöru knúsið þitt og bara að hitta þig elsku besta vinkona

Saknaðarkveðjur

Guðbjörg

Guðbjörg Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:24

2 identicon

Leiðinlegt með hana Þulu greyið og sorglegt fyrir ykkur að þurfa að missa hana.  Ég er nú bara búin að koma einu sinni heim til ykkar eftir að hún fór en saknaði hennar um leið og ég opnaði hurðina - enginn fjórfætlingur að taka á móti manni :(

En, þú getur svo sannarlega verið ánægð með börnin þín stóru, og tengdasoninn... mér finnst hann alveg frábær allavega...  Þau eiga hvort annað skilið Margrét og hann :)

En, gaman að lesa bloggið þitt nú sem endranær :)

LuvHafrún

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:00

3 identicon

Hrafnhildur - þú ert ÆÐI :)

Eygló (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband