Nóg að gera...

Þetta er búinn að vera ansi strembinn dagur. Ég var kölluð sem vitni í Héraðsdóm Reykjavíkur í máli launþega gegn Mosfellsbæ, ég fór sem launafulltrúi. Ég hafði alla helgina til að kvíða fyrir og það gekk ágætlega hehe... Bað samt helling fyrir þessu og leið orðið ágætlega í morgun. Þegar svo kom að þessu þá fór maginn af stað og pumpan líka. Ég gat nú alveg svarað fyrir það sem ég var spurð sem var vottorð/staðfesting sem ég hafði skrifað undir sem launafulltrúi, en þegar ég kom út þá varð einhvers konar spennufall held ég því það helltist yfir mig migreni af fullu afli og ég varð að taka Parkodin forte og leggja mig þegar ég kom heim! Ótrúlegt alveg. Það sagði mér eiginlega að ég var meira stressuð en ég hélt. En þetta tók skjótt af og gott að þetta er búið. Vona bara að ég þurfi aldrei að gera svona aftur.

Helgin var nokkuð róleg hjá okkur... við eyddum laugardeginum í að vera heima og snurfusa aðeins á efri hæðinni, tókum herbergið hans Hauks í gegn... hann var ennþá með kassa á gólfinu og svona... smáleti í drengnum að vera ekki búinn að þessu. Á sunnudaginn skruppum við svo í smábíltúr að hitta Bigga, kunningja Ágústar sem er á kafi í fjarstýrðum flugvélum. Ágúst á þrjár slíkar en hefur aldrei flogið þeim. Hann fékk eina frá afa sínum þegar hann dó og pabbi hans lét hann hafa sína líka, svo á hann eina sem hann er að setja saman sjálfur og er búinn að vera nokkur ár að því hehe. En það er ekkert verra.  Hann fékk smá að fljúga hjá Bigga og það er ótrúlegt hvað þetta er erfitt... hann ætlar að æfa sig betur í "herminum" sem er svona fjarstýring sem er tengd við tölvu og virkar eins og alvöru græja :) Við fórum svo á samkomu og tókum hana Guðbjörgu vinkonu mína með. Ég hlakka til að hafa hana með mér oftar.

Síðasta helgi (fyrir viku) var soldi skrautleg.  Við stofnuðum matarklúbb með vinum okkar og ætlum að hittast á tveggja mánaða fresti og elda eitthvað svakalega gott og njóta samvista. Þetta eru Lilja Björk og Óskar, Rikki og Lilja og Júlíana og Gummi. Lilja Björk og Óskar byrjuðu og voru með geggjaðan mat. Í forrétt var grillaður hlýri á teini í teryaki sósu og couscous með...mmm og í aðalrétt voru kjúklingabringur í hnetusmjöri ofl. HRIKALEGA gott. Þetta var mjög skemmtilegt í alla staði.

En... á meðan við vorum að þessu þá voru Haukur og Margrét í partýi sem átti að skv. foreldrum að vera 8 manna partý hjá frænda sem var einn heima.  Það fór hins vegar algjörlega úr böndunum og endaði með að yfir 50 unglingar voru komnir á staðinn og þar með óróaseggir og landasalar og húsið var í hættu. Viðar var með mínum krökkum og skaust frá milli hálf-ellefur og hálf-tólf og þegar hann kom til baka var allt komið í bál og brand svo það var hringt á lögregluna sem þurfti að rýma húsið. Viðar kom svo heim með mín börn og frændann...  Ótrúlegt alveg... en frændinn hafði nú svo sem alveg komið sér í þessa klípu sjálfur greyið... bauð fleirum en hann mátti og bauð þar með hættunni heim. En því miður var hellingur í húsinu sem fór illa eins og parketið, skápar ofl.  En það sem hafðist upp úr krafsinu var lífsreynsla sem situr í mínu fólki. Gott mál.

Það er heilmikið um að vera þessa dagana... kirkjustarfið allt að fara í gang, Ágúst er í kallahópum á mánudögum, við erum svo "Alfaliðar" á þriðjudögum, fjölskyldusamveran (súpa og brauð) á miðvikudögum og svo er heimahópur annan hvern fimmtudag....  úfff... nóg að gera... en bara gaman samt.

En nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili...

Gangið hægt inn um gleðinnar dyr...

...Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að koma með ykkur - elskjú

Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 13:20

2 identicon

Elsku kjútí

 Eitt skil ég ekki ......hvernig í ósköpunum hefurðu tíma og ORKU í allt þetta?

Annars finnst mér þú aldeilis frábær og það er alltaf gott að hitta þig dúll.

Lof jú í ræmur

Sirrý litla 

Sirrý Birgis (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:50

3 identicon

Fínt að krakkarnir upplifi svona partý - hugsa sig þá kannski tvisvar um þegar þau eru ein heima ;) hehe

Annars, gaman að vera farin að mæta á miðvikudögum í kirkjuna... og leyfa krökkunum að vera skátar :)

Luv
YourSis

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband