27.8.2007 | 23:27
Frumburðurinn tvítugur!
Já... undur og stórmerki... "litla" barnið mitt er orðið fullorðið. Ég á eiginlega ekki orð. Því hann er sko alls ekkert lítill og nú er hann kominn á þrítugsaldur... Ég er viss um að þetta er einhver misskilningur... er ég ekki á þrítugsaldri???
Innilega til hamingju með daginn Viðar minn. Þú ert Guðs gjöf í líf okkar.
Viðar er einstaklega blíður og góður strákur og það er alveg sama hvar hann fer hann fær nákvæmlega þau ummæli. Hann átti frekar erfitt allan grunnskólann því hann lenti í einelti þar alla tíð og allir kennarar og aðrir fræðingar voru sammála um það að það var eingöngu vegna þess hversu rólegur og ljúfur hann er sem hann komst nánast klakklaust í gegnum þetta.
Honum vegnar vel í lífinu í dag, er í góðri vinnu með góð laun. Hann á ljúfa kærustu sem honum líður vel með og nýtur lífsins. Við elskum þig út fyrir endimörk alheimsins
Emil Agnar frændi minn á líka afmæli í dag og fyllir fyrsta tuginn sinn. Hann er stór og myndarlegur strákur eins og hann Viðar minn og á framtíðina fyrir sér. Innilega til hamingju með daginn sæti frændi.
Þessi helgi var nú ekkert sérlega góð við mig. Ég ætlaði svo að njóta bæjarhátíðarinnar hér. Hún byrjaði með Stuðmannatónleikum á íþróttavellinum á fimmtudagskvöldið og ég fór á þá... rosa gaman. Það var svo brekkusöngur á föstudagskvöldið og flóamarkaður og fleira á sunnudaginn en ég lagðist bara kylliflöt með 39° hita á föstudagskvöld! Hrmpf.... ég skrapp svo til læknis á sunnudagsmorgun og fékk pensillin og Ibufen þannig að ég gat drattast í vinnuna í dag. Mér er ennþá hundillt í hálsinum og frekar þreytt og slöpp en þetta merst. Það er klikkað að gera í vinnunni, ein erfiðustu mánaðarmót á árinu og eru skólarnir verstir... ótrúlega margt fólk að hætta og aðrir að byrja og allt pappírsflóðið sem fylgir þessu... úff... En ég ætla líka að verðlauna mig og kallinn minn með því að fara á Snæfellsnes næstu helgi og veiða.... jibbý! :)
Ég er voðalega "þurr" eitthvað hvað blogg varðar svo ég býð bara góða nótt að sinni.
Elsk'ykkur öll
Hrafnhildur
Athugasemdir
Innilega til hamingju með frumburðinn og litla frænda :)
Þrúður Finnbogadóttir, 28.8.2007 kl. 10:31
Til hamingju með "lillann" þinn og frænda. En segðu mér - frá því þegar Viðar fæddist - er það ekki alveg örugglega ferskt í þínu mikla minni???
Þú gerðir meira en ég um helgina - að vísu fór ég í eitt "nágrannapartý" og það var bara mjög fínt.
Saknaðarkveðjur Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:31
Til hamingju með stóra strákinn þinn :) - Mátt vera stolt af honum... Þú ert ekki degi eldri en þér liður, mundu það ;)
Svo skuluð þið nú fara að drífa ykkur í þessu 100 ára afmæli !!!
Hafrún Ósk
Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.