Viðburðarrík vika

Halló fólk... Smile

Þessi vika er búin að vera frekar annasöm... á þriðjudagskvöld fórum við í göngu um Elliðaárdalinn með fullt af fólki úr kirkjunni, uþb 50 manns. Það er gönguhópur sem kallar sig 7TS sem stóð fyrir göngunni.  Þetta var "létt" ganga að mati spekinga en ég gekk algjörlega frá mér hehe. Ég var svo slæm í hælnum daginn eftir að ég ætlaði ekki að komast á lappir! Undecided En ég skellti bara í mig Voltaren rapid og verkjalyfjum og "meikaði" daginn. Sá dagur (mið) hófst með því að við fórum á fasteignasöluna okkar til að skrifa undir afsal og borga lokagreiðslu í húsinu okkar, gaman, gaman :)

Ágúst er búinn að vera hundslappur alla vikuna með Bronkítis eins og litlu börnin og eiginlega erum við öll hundkvefuð á þessu heimili.

Á föstudaginn byrjaði ég nú á að misstíga mig herfilega á bílastæðinu fyrir utan vinnuna mína... ég þoli ekki að vera með svona léleg liðbönd... þetta gerist reglulega og ég var að drepast í fætinum allan daginn...  Um kvöldið var svo götugrill í nýju götunni okkar. Það er víst árviss viðburður á föstudagskvöldi fyrir menningarnótt. Það tókst svakalega vel og okkur líst mjög vel á alla nágrannana. Allir fóru í fótbolta og spilað var börn á móti fullorðnum, hrikalega gaman og auðvitað rúlluðu krakkarnir þeim eldri upp hehe. Það ríkir greinilega eining hér milli manna því þetta var eins og ein stór fjölskylda. Krakkarnir haga sér bara eins og stór systkinahópur, sem mér fannst alveg magnað. Unglingsstelpur að leika sér við yngri stráka og knúsast og láta bara eins og bræður og systur! Frábært alveg.  Þegar verið var að koma öllu heim og saman fyrir grillið, þ.e. allir voru að koma með grillin sín og borð og stóla og allt svoleiðis þá voru kallarnir eins og krakkar hehe... það var sett upp partýtjald með hliðum og á það var hengt hvítt lak, svo kom einn með netkapla í kassavís og annar með sjónvarpsrouterinn sinn og skjávarpa og Ágúst með risastóra hátalara... þeir föndruðu svo þetta líka flotta bíó úti á flöt og við vorum með tónleikana beint í æð!  Geggjað. Þegar þeir voru búnir þá var bara skipt um rás og við lentum á einhverri country rás...  þá fékk ég náttúrulega fiðring í fæturnar og kenndi öllum línudans hehe. Svo var bara spjallað og leikið til kl. 2 um nóttina. Kallarnir voru í wiskey og koníaki meðan konurnar voru með kakó og Stroh... Við Ágúst vorum að vísu mjög hógvær í þeim efnum.  Ég er sko mikið glöð að tilheyra þessari stóru fjölskyldu.

En þegar ég ætlaði að setja blessuðu uppþvottavélina mína í gang eftir grillið þá bilaði druslan! Ég sá fyrir mér þá martröð að þurfa að vaska upp næstu daga og fór að sofa með þá hugsun í kollinum hehe. En svo í gær þá bara skoðaði ég vélina vel, lagaði allar slöngur og þreif allar síur og þá fór nú blessunin í gang aftur :)

Ágúst var svo að vinna í gær til kl. 4. Margrét var líka að vinna í Blend og Haukur var í sjálfboðavinnu í skipi sem heitir LOGOS II niðri í Reykjavíkurhöfn.  Ég skutlaði þeim báðum og þegar ég var búin að skutla Hauki um eittleytið þá ætlaði ég aldrei að komast út úr miðbænum aftur, þvílík martröð. Ég lenti nefnilega í menningarnætur umferð og lokunum vegna Glitnismaraþons! Keyrði í marga hringi og komst aldrei út fyrr en ég keyrði út að gamla JL húsi og komst þá Hringbrautina eins og ALLIR hinir... Angry  sem þýddi náttúrulega 20 mín að komast frá JL út að þjóðminjasafni! Ojsen...  Ég fór strax að kvíða því að þurfa að sækja hann seinnipartinn. Ég fór svo heim og gerði okkur klár til að fara að veiða seinnipartinn því ég átti orðið erfitt með að hemja veiðlöngunina :) Kl. 17:30 lögðum við af stað til að sækja liðið og sögðum Hauki bara að ganga meðfram Sæbrautinni eins langt og hann kæmist og við myndum pikka hann upp. Þegar við svo erum nýkomin af Ártúnsbrekkunni inn á Breiðholtsbraut/Kleppsvegur/Sæbraut... (veit aldrei hvað gatan heitir þarna) allavega vorum við að nálgast Endurvinnsluna... þá kom rautt ljós og Ágúst steig á bremsuna og.... EKKERT GERÐIST!!! Við urðum sem sagt bremsulaus. Ágúst hrópaði: Bremsurnar eru farnar! Ég fékk þvílíkan hjartslátt og Ágúst reif í handbremsuna og við skrensuðum inn á mið gatnamótin! Úff... þvílíkar sekúndur! Guði sé lof fyrir það að enginn var fyrir framan okkur og enginn að fara yfir á grænu ljósi hinum megin. Svo er líka Guði fyrir að þakka að Viðar, sem var farinn í sumarbústað í Ölfusborgum... rétt skrapp í bæinn til að sækja eitthvað sem hann gleymdi og var staddur í Smáralindinni.  Hann brunaði fyrir okkur að sækja Hauk... sem var orðinn lúinn og sestur á bekk við Glitni á Kirkjusandi og vinir hans fóru að sækja Margréti í Kringluna.  Við jöfnuðum okkur í smástund og Ágúst fann út að bremsuklossi hafði færst til og glussi lak út... og svo keyrði Ágúst bara bílinn heim bremsulausan... en það er mjög öflug handbremsa á honum svo þetta var ekki mikið mál... bara keyrðum hægt með hazard ljósin á.  Þegar heim kom þá hentum við bara öllu veiðidótinu í Polo og fórum aftur af stað til að veiða ;) 

Við keyrðum í samfloti við Lilju og Óskar að Kleifarvatni og böðuðum nokkra orma, makríl og rækjur fram undir miðnætti. Veðrið var dásamlegt... logn og svalt en við erum viss um að það eiga engir fiskar heima í Kleifarvatni því það var ekki einu sinni nartað!

Í morgun vöknuðum við svo snemma því Ágúst þurfti að fara að sækja einhvern bissnesskall út á flugvöll fyrir yfirmann sinn sem er erlendis sjálfur. Hann fékk til þess svakalega flottan bíl yfirmannsins... Benz .....eitthvað  hehe 510 hestöfl...  Allavega tugmilljón króna jepplingur með öllu sem hægt er að hugsa sér bara. Það þarf bara að hafa lykilinn í vasanum og starta svo bara með takka... svo er myndavél sem kveikir á sér þegar hann er settur í bakkgír! Og til að kóróna letilífið þá opnar maður OG LOKAR skottinu með takka í hurðinni. Snilldarbíll.  Ágúst er búinn að hafa hann alla vikuna en við vildum ekki fara á honum neitt út fyrir malbikið. Ég á nefnilega ekki 13 millur í vasanum ef eitthvað kemur fyrir :)

Er að vinna í því að setja fleiri myndir á myndasíðuna :)

 Jæja... þetta var nú aldeilis romsan...

... Hrafnhildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg gata sem þú býrð í :) Alltaf gaman þegar fólk er í sátt og samlyndi, þyrftu fleiri að hafa svona í götunum :) - svo er bara annar í götugrilli næstu helgi, þar sem bærinn er að hvetja bæjarbúa til að lita húsin og hafa götugrill hehe... þið heppin, búin að æfa ;)

Heppin með bremsudæmið, hefði ekki viljað vera í bílnum með ykkur thankyouverynice...

Hafrún Ósk (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 18:02

2 identicon

Alltaf sama fjörið hjá ykkur!!

Kv Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 20:16

3 identicon

já.. frábært alveg.. allar götur ættu að hafa svona... eflir grenndargæsluna í leiðinni ef fólk er farið að kynnast aðeins.... ég verð eiginlega að vera sammála Hafrúnu hefði alls ekki vilja vera í bremsulausum bílnum...

hittumst vonandi ..allavega næstu helgi íammæli...

kv Rakel

Rakel Katrín Sigurhansdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:13

4 identicon

Úps, rrrosalegt með bremsurnar, en góður Guð hefur nú ábyggilega haldið verndarhendi sinni yfir ykkur.

Ég lenti einu sinni í þessu á Grettisgötunni, var með mömmu í bílnum, en gat komið honum (ólöglega) upp á gangstétt og skildi hann þar eftir. Löggan hringdi svo þegar ég var komin heim og ætlaði að fara að sekta mig en sleppti því þegar við sögðum frá bremsunum.

mamma (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband