13.8.2007 | 23:35
Helgin
Ég var að horfa á bíómyndina Apocalypto eftir Mel Gibson og þvílíka subbumyndin! Söguþráðurinn var svo sem í lagi en þetta er blóðbað frá upphafi til enda... ojjj... Mel Gibson er orðinn eitthvað skrítinn held ég bara.
Burtséð frá því þá skruppum við út úr bænum um helgina. Tjölduðum á tjaldstæðinu í Hraunborgum, Grímsnesi og það var nú aldeilis flottur staður. Ferlega "homie" og snyrtilegt. Tilgangurinn með ferðinni var nú að skreppa aðeins að baða orma í Úlfljótsvatni og það var einmitt það sem ég gerði! Blessaðir fiskarnir voru bara í sólbaði og ulluðu á mig. Ágúst fékk einn pundara og þar með er það upptalið. Lilja og Óskar sem voru með okkur fengu heldur ekkert. Veðrið var dásamlegt, hiti og blíða bara. Við skruppum í heimsókn til Sirrýjar og Guðjóns sem voru í sumarhúsi í Grímsnesinu og það var aldeilis skemmtilegt. Þau voru með sína 3 hunda og svo mættum við með Þulu og Lilja og Óskar með Rómeó og Júlíu svo það voru alls 6 hundar að hlaupa um svæðið meðan við stoppuðum. Hamagangur á hóli Þula mín er nú ekki lítil en á þessari mynd, með vinkonu sinni henni Agnarögn mætti halda að hún væri bara hvolpagrey
Á sunnudaginn tókum við því rólega bara á tjaldsvæðinu fram yfir hádegi en tókum svo saman. Það er gaman frá því að segja að á tjaldsvæðinu var þríburafélagið með hitting, hrikalega gaman að fylgjast með foreldrum og börnum. Mér fannst alveg nóg að vera með tvíbura
Við keyrðum Þingvallaleiðina heim og ákváðum að henda bara öllu draslinu heim og fara síðan afturúpp á Þingvelli... sem við og gerðum. Það fékkst ágætis útivera og samvera út úr því ásamt því að baða fleiri orma. Say no more. Nú ætla ég að bíða þar til kemur rigning... þá fer ég aftur að veiða.
En nú kallar koddinn... og kallinn
Hrafnhildur
Athugasemdir
GLÆSILEGT að fá loksins lífsmark frá þér elsku dúllan mín, sjáumst fljótlega.
mamma (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:11
Skemmtilegar myndir á myndasíðunni ;) OG! Gaman að lesa nýtt blogg frá þér kæra frænka ;)
kv. Íris E.
Íris E (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:25
já Mel Gibson myndin er bara pjúra ógeð.. fannst hún ekki beint sú æðislegasta.. ji minn!
Annars skemmtilegt blog girl!
Hrund (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.