9.8.2007 | 13:18
Sumar
Ég er búin að draga það endalaust að blogga því mér finnst hreinlega ekkert um að vera hjá mér nógu merkilegt til að segja frá.
Við höfum átt mjög gott sumar. Við fórum í frí 18. júní og vorum í 4 vikur. Það eru mörg ár síðan við höfum farið í svo langt samfellt frí saman enda var það alveg frábært. Sól og blíða upp á hvern einasta dag. Við fórum ekki mikið í ferðalög enda mikið að gera á STÓRU heimili J Við kláruðum að mestu leyti að koma okkur fyrir, samt eru ennþá nokkrir kassar í kjallaranum sem bíða eftir að vera tæmdir. Svo á eftir að leggja lokahönd á að setja myndir á veggina en mér finnst ekkert liggja rosalega mikið á því. Þetta verður að vera þannig að ég þurfi ekki að breyta eða skipta út, heldur vera svoleiðis alltaf.
Okkur tókst að rækta aðeins eitt skemmtilegasta áhugamál mitt í sumar, stangveiði. Ég elska að veiða! Aðeins einu sinni kom ég heim með öngulinn í rassinum og það var á fjölskyldudegi Múrbúðarinnar í Hvammsvík (eini staðurinn sem það á ekki að vera hægt að veiða EKKI!) En við fórum nokkrar ferðir í Úlfljótsvatn og höfðum ágætt upp úr því. Ég veiddi til dæmis stærsta fisk sem ég hef veitt, 6 punda urriða sem tók makríl. Við náðum líka í 4 punda urriða þar og nokkra tveggja punda fiska gaman, gaman J Það skyggði þó á ánægjuna klúðrið sem við lentum í við Reykás úti á Granda. Við fórum sem sagt með fiskana okkar, 4 stk., í reyk, þeir voru samtals 5,2 kg. slægðir en með haus sem þýddi miðað við 50% rýrnun að við ættum að fá 8 flök sem yrðu u.þ.b. 2,5 kg. Maðurinn meira að segja spurði okkur hvort við vildum fá stóra fiskinn í bitum eða heilu flaki! En viti menn þegar við sóttum fiskinn fengum við jú,jú 2,5 kg af reyktum fiski en það voru heil 30 flök! Svo þið sjáið hversu smá flök það hafa verið og ekki var það fiskurinn minn. Kallinum þótti þetta leiðinlegt en ekki meira en það og bætti okkur þetta með þremur stórum flökum frá sér. En stóri, flotti fiskurinn minn var glataður einhver annar fékk að borða hann L Það segir mér þó bara að ég fer næst í Reykofninn.
Verslunarmannahelgin hjá okkur var fín, fórum á Kotmót og vorum með fellihýsið þar þetta árið í staðinn fyrir að vera á Fitinni, ætluðum að vera duglegri við samkomurnar. Meirihluti tíma okkar fór þó í sjoppuvinnu og það getur verið voða lýjandi get ég sagt ykkur. Ég stefni á að verja næsta Kotmóti í að njóta meira en að þjóna en hver veit hvað gerist fyrr en kemur að því. Á laugardeginum var svo okkar árlega fjölskyldugrill sem er orðinn fastur liður. Mér finnst það frábært því það er alltof sjaldan sem þessi stóra fjölskylda hittist. Þetta er orðinn svo fjölmennur hópur undan elskulegri ömmu Hrefnu og afa Magga. Mér finnst gaman að fylgjast með því núna að það eru myndast 8 nýir ættfeður (og mæður) J Yngsta barn afa og ömmu er orðinn afi tíhíhí J
Þessi mynd hér að neðan sýnir þó hvað þau eru öll ung í anda J
Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að þessi hittingur um verslunarmannahelgi verði fastur liður í tilverunni því mér finnst svo mikilvægt að allir þekkist. Það er sorglegt þegar maður þekkir ekki frændfólk sitt í sjón. Sammála, ha?
Ég kom heim úr ferðalaginu með hálsbólgu og kvef og hef verið heima í 3 daga. Ætla samt að rífa mig upp á morgun og fara í annað ferðalag. Mig langar svo að fara að veiða J
Ég ætla að biðja Guð að hjálpa mér að vera duglegri að blogga
PS. Ég er búin að setja eitthvað af nýjum myndum á ljósmyndasíðuna okkar og fleiri eru væntanlegar. Ég er líka að reyna að upphugsa eitthvað aðgengilegra viðmót svo hún verður kannski svolítið kjánaleg á meðan.
Elskykkur öll
Hrafnhildur
Athugasemdir
Gaman að sjá loksins nýtt blogg. Veistu að það er líka gaman að fylgjast með hversdagslífinu hjá þeim sem manni þykir vænt um svo endilega haltu áfram að blogga. Ég er sammála þér með nauðsyn þess að þessi samvera fjölskyldunnar leggist ekki af og enn betra væri ef fleiri myndu nú fjölmenna. Svo megum við til með að hittast eins mörg og komast um jólin. Vona að þið eigið skemmtilega helgi í veiðiferðinni, við Erling ætlum að dvelja á Föðurlandi um helgina og hafa það frábært. Kær kveðja og mundu að þú ert líka elskuð, enda ertu alveg frábær.......
Erla (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 18:42
Já fjölskylduhittingurinn er sko algjört möst um versló.. fyrst þorrablótið var strikað út fyrir okkar ættlið þá er þetta eina skiptið á árinu sem maður hittir ykkur:)
En það var rosa gaman að vera þarna með ykkur um kvöldið, enda erum við af sama fólki og hljótum að vera öll eins skemmtileg! Eða það vona ég að það séu allir jafn skemmtilegir og við erum, er það ekki??
Jæja, verð líka að vera sammála mömmu minni að það er rosa skemmtilegt að sjá frá þér nýtt blogg!´
Sjáumst og heyrumst seinna..
Hrund frænks'
Hrund frænka (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 18:52
Mikið rosalega er gaman að lesa svona skemmtilega frásögn af frábæru fólki!
Það er auðvitað svo geggt skemmtilegur penni að skrifa.....
Hlakka til að sjá ykkur aftur - sem verður vonandi mjög fljótt.
Þú ert ÆÐI!
Kv Guðbjörg
Guðbjörg Stefáns (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.